Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Lestarhestar í 3. bekk

By birgir | 22. febrúar 2012

Lestarspretturinn sem staðið hefur yfir í 5 vikur í 3. bekk er nú formlega lokið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur hafa lagt sig gífurlega fram og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Á þessu tímabili hafa krakkarnir í 3.bekk lesið 657 bækur og  27.671blaðsíður. Þessi afköst segja meira en mörg orð.

Í tilefni af konudeginum

By birgir | 20. febrúar 2012

Í tilefni af konudeginum í 6. RG beið leynigjöf frá ungum herramanni.  Á borðinu í heimakrók var blómavasi merktur „Til hamingju með konudaginn“.  Í vasanum voru rósir handa hverri dömu í bekknum.  Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur. Kveðja, Stelpurnar í 6. RG

100 daga hátíð

By birgir | 15. febrúar 2012

Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, lita og leika með dótið sitt. Skemmtu bekkirnir sér vel saman þennan dag.

5. bekkur heimsækir Ljósheima

By birgir | 10. febrúar 2012

Föstudaginn 10. febrúar fór 5. bekkur í Sunnulækjarskóla í heimsókn á Ljósheima. Ferðin gekk framúrskarandi vel.  Nemendur voru til fyrirmyndar, sungu fyrir gamla fólkið og settust svo hjá því, kynntu sig og spjölluðu.   Mátti vart á milli sjá hvor kynslóðin hafði meira gaman af.

Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar

By birgir | 3. febrúar 2012

Fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur allra skóla- og foreldraráða grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu Árborg.   Fundurinn, sem var haldinn í Sunnulækjarskóla, var samráðs og hugmyndavinnufundur.  Honum var ætlað að safna saman hugmyndum, gildum og markmiðum sem stefna bera að og mikilvægt er að hafa í huga við endurskoðun núverandi skólastefnu sveitarfélagsins.