Skreytingardagur
Föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum en í boði verður m.a. föndurstöð, spila- og leikjastöð, íþróttastöð og stílistastöð, en nemendur á þeirri stöð bera ábyrgð á að skreyta skólann þennan dag.
Hádegistónleikar
Hin árlega söngkeppni FSu verður haldin næstkomandi fimmtudagskvöld í Iðu. Af því tilefni komu þrír nemendur FSu í heimsókn í Sunnulækjarskóla, fluttu nokkur lög og kynntu keppnina.
Heimsókn frá vinaþjóðum
Í morgun fengu nemendur í 1., 2., 5. og 6. bekk heimsóknir frá vinaþjóðum okkar í austri og vestri, Færeyjum og Grænlandi.
Hár og förðun
Nemendum Sunnulækjarskóla gefst kostur á að læra um hár og förðun í vali. S.l. fimmtudag fór hópurinn í heimsókn á hársnyrtistofuna Krítik.
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz var haldin föstudaginn 22. október s.l. Skemmst er frá því að segja að í þremur efstu sætunum lentu stúlkur úr Sunnulækjarskóla.