Alþjóðlega friðarhlaupið í Sunnulækjarskóla
Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, höfðu viðkomu í Sunnulækjarskóla í morgun.
Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið alþjóðlegt og fer fram í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum. Á Íslandi er hlaupið frá Reykjavík til Vestmannaeyja dagana 30. ágúst til 2. september.
Skólablað nemenda í fjölmiðlavali
Nemendur í fjölmiðlavali gáfu út skólablað í skólalok. Þau unnu blaðið að öllu leyti sjálf undir stjórn kennarans Þuríðar M. Björnsdóttur
Hægt er að lesa blaðið þeirra hér.
Skólaþríþraut
Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í skólaþríþraut FRÍ sem fór fram föstudaginn 4. júní í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum.
Litríki vordagurinn
Litríki vordagurinn tókst frábærlega vel. Allir nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.
Félagsvist eldri borgara og 7. bekkinga í Sunnulækjarskóla
Félagar úr félagi eldri borgara á Selfossi komu í Sunnulækjarskóla og spiluðu við nemendur í 7. bekk.
Spilað var á 12 borðum og höfðu allir gaman af. Ákveðið var að spila aftur næsta skólaár.