Eineltisátak, opinn borgarafundur
Landssamtökin Heimili og skóli í samvinnu við fjölda aðila boða til opins borgarafundar í Sunnulækjarskóla, þriðjudaginn 14. september undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax“.
Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010
Föstudaginn 10. september, ætlar skólinn að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður á skólatíma og nokkrar vegalengdir í boði sem hæfa aldri og getu. Mikilvægt er að nemendur komi á góðum skóm og búnir til útiveru.
Skóladagurinn hjá 1.- 4.bekk verður að öðru leiti samkvæmt stundaskrá.
Skóladeginum hjá 5.- 10.bekk lýkur hins vegar á hádegi þennan dag.
Heimsókn í MS
Valhópur í heimilisfræði í 10. bekk fór í heimsókn í MS.
Að heimsókninni lokinni skrifa nemendurnir ritgerð um heimsóknina.
Gestir frá Kína
Í dag kom sendinefnd frá Kína í heimsókn í Sunnulækjarskóla.
Sendinefndin er frá Sichuan héraði í Kína og er hér á landi að kynna sér íslenskt samfélag.
Alþjóðlega friðarhlaupið í Sunnulækjarskóla
Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, höfðu viðkomu í Sunnulækjarskóla í morgun.
Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið alþjóðlegt og fer fram í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum. Á Íslandi er hlaupið frá Reykjavík til Vestmannaeyja dagana 30. ágúst til 2. september.