Vetrarfrí
Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 21. og 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli verður lokaður þessa daga ásamt Frístundarhemilinu Hólum. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.
Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur verið ákveðið í samráði við Almannavarnir að grunnskólastarf í Sveitarfélaginu Árborg falli niður á morgun. Kveðja, stjórnendur
Víkingaöld í Sunnulækjarskóla
Nemendur í 8. bekk eru að hefja lestur á Íslendingasögum og fengu af því tilefni kynningu á klæðnaði, skarti, vopnum og siðum víkingaaldar frá meðlimum í víkingafélaginu Rimmugýg. Nú hafa nemendur fundið hvernig er að bera sverð og skjöld og vita hversu ótrúlega þung hringabrynja er. Þau hafa fengið að skoða hefðbundinn klæðnað víkinganna og […]
Skákkennsla grunnskólakrakka
Vegna forfalla leiðbeinanda byrjar skáknámskeiðið ekki laugardaginn 29. janúar eins og til stóð. Ný frétt fer í loftið þegar dagsetning verður staðfest. Fyrri frétt: Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Oddgeir Ágúst Ottesen og Ingimundur Sigurmundsson hjá Skákfélagi Selfoss og nágrennis sjá um kennsluna. Þetta verða 10 skipti […]
Hinsegin vika Árborgar
Í tilefni af Hinsegin viku í Árborg hafa nemendur á yngsta stigi unnið með regnbogaþema í myndmenntasmiðjum s.s. úrklippimyndir, málverk og regnbogahjörtu eins og meðflygjandi myndir sína.