7. bekkur í ferðalagi
Frábær ferð 7. bekkja í Þykkvabæinn frá 2.-3. júní. Mikið var hlegið, spjallað og leikið í yndislegu veðri. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru til fyrirmyndar öll sem eitt. Nokkrar myndir fylgja með.
Brennómót í unglingadeild
Unglingadeildin hélt sitt árlega brennómót þriðjudaginn 1. júní. 10. SAG sigraði í afar spennandi úrslitaleik við 10.EJ. Kennarar tóku síðan leik við sigurliðið í lok dags. Sjá myndir
Sumarlestur í Sunnulæk!
Sumarlestur í Sunnulækjarskóla! Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlestursins er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð […]
Þemaverkefni um loftslagsmál
Nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla eru búin að vera að vinna samstarfsverkefni í náttúrufræði og samfélagsfræði. Þema verkefnisins voru loftslagsmál. Nemendur gátu valið á milli ýmissa verkefna til dæmis að koma með uppfinningu, gera listaverk, láta gott af sér leiða, endurnýta og fjalla um loftslagsmál. Mörg skemmtileg verkefni fæddust. Til dæmis fundu nemendur upp […]