Lokun skóla vegna sóttvarna
Eins og lesa má á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis er grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum lokað frá og með 25. mars og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Starfsemi Sunnulækjarskóla fellur því niður fram yfir páskaleyfi. Unnið er að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskaleyfi og verða þær upplýsingar sendar foreldrum um leið og þær liggja […]
Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b
Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og 7. bekk sem voru í myndmenntasmiðjum, til að búa til lotukerfis listaverk í náttúrufræðistofuna. Nemendur […]
Leiklistarhópur 7. bekkjar
Eftir áramót fórum við nýjar leiðir og buðum upp á val í 7. bekk. Nemendur gátu valið á milli Hreyfingu og hreystis eða Leiklistar en það voru þau fög sem fengu mesta kosningu í áhugasviðskönnun sem gerð var í upphafi. Í dag sýndi svo leikslistarhópurinn sinn afrakstur þar sem þau settu á svið leikritið Grámann […]
Vetrarfrí 22. og 23. febrúar
Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla og því verður skólinn lokaður þá daga. Frístund verður einnig lokað þessa daga vegna starfsdags þar. Njótið vetrarleyfisins.
Skákkennsla í Fischersetri
Sunnudaginn 14. feb. nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri. Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 8 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 […]