Smiðjuhópar í 2. bekk við ruslatínslu
Smiðjuhóparnir í 2.bekk nýttu vorblíðuna í að plokka rusl á skólalóð skólans. Nemendur voru vinnusamir og kappsamir og tóku aldeilis til hendinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Íþróttadagur í Sunnulækjarskóla
Miðvikudaginn 21. apríl var íþróttadagurinn haldinn með pompi og prakt að venju. Nemendur í 1. – 10. bekk glímdu við alls konar þrautir og skemmtu sér vel, þau unnu saman ýmist í bekkjum eða smærri hópum. Samvinna og samkennd einkenndi daginn og það rættist vel úr veðrinu. Leikarnir tókust mjög vel, góður andi ríkti meðal […]
Stóra upplestrarkeppnin
Nemendur í 7. bekk í Sunnulækjarskóla tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin var með öðru sniði en áður hefur verið og var henni streymt beint á netinu til foreldra og nemenda á svæðunum sínum. Keppendurnir stóðu sig með miklum sóma og greinilegt var að þeir voru búnir að æfa sig vel. 1.sæti – Hugrún Birna […]
Heimsókn höfundar Benjamíns dúfu
Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta var óvænt og skemmtileg heimsókn sem við kunnum vel að meta.
Stærðfræðikeppnin Pangea
Stærðfræðikeppnin Pangea hefur verið haldin á Íslandi á hverju ári síðan 2016. Allir nemendur í 8. og 9. bekk geta tekið þátt í fyrstu umferð keppninnar. Stigahæstu keppendur úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð og ræðst í þeirri umferð hverjir komast alla leið í úrslit. 3783 nemendur í 8. og 9. bekk um […]