Kiwanis hjálmar
Þriðjudaginn 4. maí fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla afhenta reiðhjólahjálma að gjöf. Kiwanis gefur hjálmana og er markmið verkefnisins að stuðla að öryggi barna í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Börnin voru mjög ánægð með gjöfina og þökkum við góðar gjafir.
Karlmennskan
Þann 20. apríl fengum við Þorstein V. Einarsson til að vera með fyrirlestur í unglingadeild sem ber heitið Karlmennskan. Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hefur hann starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif og […]
Smiðjuhópar í 2. bekk við ruslatínslu
Smiðjuhóparnir í 2.bekk nýttu vorblíðuna í að plokka rusl á skólalóð skólans. Nemendur voru vinnusamir og kappsamir og tóku aldeilis til hendinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Íþróttadagur í Sunnulækjarskóla
Miðvikudaginn 21. apríl var íþróttadagurinn haldinn með pompi og prakt að venju. Nemendur í 1. – 10. bekk glímdu við alls konar þrautir og skemmtu sér vel, þau unnu saman ýmist í bekkjum eða smærri hópum. Samvinna og samkennd einkenndi daginn og það rættist vel úr veðrinu. Leikarnir tókust mjög vel, góður andi ríkti meðal […]
Stóra upplestrarkeppnin
Nemendur í 7. bekk í Sunnulækjarskóla tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin var með öðru sniði en áður hefur verið og var henni streymt beint á netinu til foreldra og nemenda á svæðunum sínum. Keppendurnir stóðu sig með miklum sóma og greinilegt var að þeir voru búnir að æfa sig vel. 1.sæti – Hugrún Birna […]