Haustfrí 12. og 13. október
Haustfrí verður í Sunnulækjarskóla dagana 12. og 13. október og allar deildir skólans lokaðar.
Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla
Föstudaginn 6. október kl. 9:00 var rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla. Rýmingaræfing hefur það að markmiði að þjálfa nemendur og starfsmenn í að fara með skipulögðum og yfirveguðum hætti út úr skólabyggingunni og að taka manntal nemenda og starfsmanna á skólalóð að rýmingu lokinni. Æfingin tókst framar vonum og ekki liðu nema 6 mínútur þar til byggingin […]
Evrópska tungumálavikan
Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Við á unglingastigi í Sunnulækjarskóla ákváðum annað árið í röð að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin var í ensku- og dönskutímum […]
Norræna skólahlaupið
Þriðjudaginn 5. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla hið árlega Norræna Skólahlaup. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur gátu valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fóru allt frá 1,0 km upp í 2,5 km. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð […]
Lausar stöður stuðningsfulltrúa
Störf stuðningsfulltrúa við Setrið – Sérdeild Suðurlands og á Hólum – skólavistun Sunnulækjarskóla eru laus til umsóknar. Ráðið er til starfa frá 22. ágúst 2017. Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2017. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is […]