Árshátíð unglingadeildar
Sú breyting hefur orðið á skóladagatali að árshátíð unglingadeildar færist frá 9. febrúar til 2. febrúar. Nemendur í unglingadeild fá samkvæmt venju frí í fyrstu tveim tímunum daginn eftir árshátíð, föstudaginn 3. febrúar og mæta því til kennslu kl. 9:50. Húsið opnar kl. 18:30 og líkt og áður verður glæsilegur kvöldverður og skemmtidagskrá með borðhaldinu […]
Foreldradagur
Foreldraviðtöl eru samkvæmt skóladagatali þriðjudaginn 31. janúar. Opnað verður fyrir tímapantanir í viðtölin mánudaginn 23. janúar. Meðfylgjandi er slóð á myndband með leiðbeiningum fyrir foreldra um hvernig panta skuli viðtal. https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti. Skólavist er opin en skrá þarf börn […]
Starfsdagur
Mánudaginn 30. janúar, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla. Þennan dag munu kennarar nota til að undirbúa foreldraviðtöl og komandi önn. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.
Heimsókn af Hulduheimum
Fimmtudaginn 19. janúar komu elstu börnin af leikskólanum Hulduheimum í heimsókn til okkar. Þau fóru í skoðunarferð um allan skólann í tveimur hópum og heimsóttu bæði starfsfólk og nemendur. Í lokin stöldruðu þau svo við í 1. bekk og unnu skemmtilegt verkefni með þeim. Börnin voru mjög áhugasöm um skólann og spurðu margs. […]