Jólafrí
Kæru foreldra og nemendur Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla og farsæls komandi árs. Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2017, samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja, starfsfólk Sunnulækjarskóla
Tarzan og kertasund
Í desember var íþrótta- og sundkennslan brotin upp. Aðra vikuna í desember var tarzanleikur í íþróttasalnum þar sem að nánast öllum áhöldum var rutt út á gólf og búin til stór þrautarhringur með mörgum leiðum sem krakkarnir fengu að spreyta sig á í íþróttatímunum sínum. Í vikunni þar á eftir var kertasund en þá var […]
Jólasöngstund í Fjallasal
Það var skemmtileg stund í morgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans sungu saman jólalög í Fjallasal.
Rithöfundar heimsækja 7.bekk
Höfundar bókanna Rökkurhæðir komu í heimsókn í 7. bekk í dag og lásu upp úr nýjustu bók sinni Endalokin.
Jólapakkabingó Nemendafélags Sunnulækjarskóla fyrir 1.- 4. bekk
Þann 12. desember hélt nemendaráð Sunnulækjarskóla jólapakkabingó fyrir 1.-4. bekk. Mjög góð mæting var á bingóið en sá háttur var hafður á, að sá sem fékk bingó fékk að draga sér jólapakka úr poka. Vakti þetta mikla lukku og tókst þessi stund í alla staði vel.