Heimsókn í Jarðskjálftamiðstöðina
Í síðustu viku hjóluðu nemendur í 5. bekk í útinámi og leikni í Jarðskjálftamiðstöðina. Þar tók Elínborg Gunnarsdóttir á móti hópnum og fræddi þau um starfsemi stofnunarinnar. Einnig ræddi hún um áhrifum skjálfta á mannvirki og öryggi.
Nýjar kartöflur úr garðinum okkar
Í dag var boðið upp á nýjar kartöflur í matinn sem nemendur á miðstigi í útinámi og leikni settu niður í vor. Uppskeran er nokkuð góð og voru nemendur og starfsfólk ánægt með að hafa nýjar kartöflur með silungnum. Þessir vösku drengir í 7. bekk tóku upp kartöflur og færðu mötuneytinu fyrstu uppskeruna.
16. september, dagur íslenskrar náttúru
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Nemendur í 5. bekk gerðu sér glaðan dag og fóru út til listsköpunar.
Útinám í stærðfræði
Undanfarið hefur 5. bekkur farið í útistærðfræði í hverri viku. Nemendur fást þá við verkefni sem tengjast markmiðum í stærðfræði hverju sinni og í takt við viðfangsefnin í námsbókunum. Þeir láta veður ekkert stoppa sig og hafa gaman af að takast á við verkefnin. Í dag var unnið með negatívar tölur og lærðu nemendur með […]
Nú suðar og syngur…
… í hverri saumavél í textílstofunni okkar. 4. bekkur er að æfa vélsaum af miklum ákafa og unun á að horfa hve áhuginn skín úr hverju andliti.