Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

LOGOS lestrarskimun í 3., 6. og 9. bekk

By Hermann | 20. apríl 2015

LOGOS er greiningarpróf sem er notað til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum.  Skimun með LOGOS prófinu fer fram hjá öllum nemendum í 3. 6. og 9. bekk.  Í kjölfar skimunar er nemendum boðið upp á lestrarnámskeið í skólanum og í lestrarátak í samstarfi við heimilin. 3.bekkur er á fullu að vinna í sínu lestrarátaki og […]

Fjölbreytileiki einhverfunnar – fyrirlestur 16. apríl

By Hermann | 17. apríl 2015

Vakin er athygli á fyrirlestri í boði Skólaþjónustu Árborgar um einhverfu sem haldinn verður í Ráðhúsi Árborgar 16. apríl n.k. kl 14:40 – 16:00. Þar mun Aðalheiður Sigurðardóttir flytja fyrirlestur sem hún kallar Fjölbreytileika einhverfunnar. Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum og starfsfólki skólanna í Árborg og er gestum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar má finna í hér. […]

Keppt í kökubakstri í 8. bekk

By Hermann | 27. mars 2015

Nemendur í áhugasviðsverkefni í 8. bekk tóku nýlega þátt í kökuverkefni og buðu þeir upp á gómsætar kökur. Kosið var um besta bragðið, fallegustu kökuna og mesta frumleikann í kökugerðinni. Eins og sést á myndunum var lagður mikill metnaður í baksturinn.

Ritunarsamkeppni í 10. bekk

By Hermann | 27. mars 2015

Allir nemendur í 10. bekk sömdu örsögu eða ljóð í íslensku. Dómnefnd valdi 3 bestu verkefnin. Í 1. sæti var Lilja Dögg Erlingsdóttir, 2. sætið hlaut Laufey Tara Ben Einarsdóttir og í því 3. var Lena Rut Ævarsdóttir. Sigurvegurum voru veitt bókaverðlaun.    

Anna María Guðmundsdóttir

Stóra upplestrarkeppnin

By Hermann | 13. mars 2015

  Stóra upplestrarkeppnin fór fram á Stokkseyri í gær.  Þar mættu fulltrúar Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Grunnskólans í Hveragerði, Grunnskólans í Þorlákshöfn og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Anna Margrét Guðmundsdóttir í Sunnulækjarskóla bar sigur úr bítum í annars mjög jafnri og góðri keppni. Allir keppendur skólans stóðu sig með sóma.