Útieldun
Nemendur í heimilisfræði hafa verið með útieldun í þessari viku ásamt kennurum sínum þeim Helgu og Maríu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og krakkarnir duglegir og áhugasamir. Það var eldað og bakað bæði á kolum og afgangs spýtum frá smíðastofunni og meðal þess sem þau elduðu voru kjúklingavefjur, pylsur í felum, súkkulaðikökur og poppkorn. […]