Hermann

Góðar gjafir frá foreldrafélagi

Föstudaginn 27. október fengu allir nemendur í 1. bekk sérmerkt endurskinsvesti að gjöf frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga. Við þökkum foreldrafélagi skólans gjöfina og vonum að vestin nýtist vel.

Góðar gjafir frá foreldrafélagi Lesa Meira>>

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla

Föstudaginn 6. október kl. 9:00 var rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla. Rýmingaræfing hefur það að markmiði að þjálfa nemendur og starfsmenn í að fara með skipulögðum og yfirveguðum hætti út úr skólabyggingunni og að taka manntal nemenda og starfsmanna á skólalóð að rýmingu lokinni. Æfingin tókst framar vonum og ekki liðu nema 6 mínútur þar til byggingin

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Evrópska tungumálavikan

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Við á unglingastigi í Sunnulækjarskóla ákváðum annað árið í röð að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin var í ensku- og dönskutímum

Evrópska tungumálavikan Lesa Meira>>

Lausar stöður stuðningsfulltrúa

Störf stuðningsfulltrúa við Setrið – Sérdeild Suðurlands og á Hólum – skólavistun Sunnulækjarskóla eru laus til umsóknar. Ráðið er til starfa frá 22. ágúst 2017. Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2017. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is

Lausar stöður stuðningsfulltrúa Lesa Meira>>

Vordagar í Sunnulækjarskóla, skólaslit og útskrift

Dagana 31. maí. og 1. júní eru vordagar í Sunnulækjarskóla.  Fyrri dagurinn er skipulagður sem sérstakur bekkja- eða árgangadagur þar sem kennarar skipuleggja,  göngu- eða hjólaferðir og annað álíka. Seinni daginn, 1. júní, verður “Litríki vordagurinn”.  Sá dagur einkennist af samvinnu alls skólasamfélagsins, nemenda, starfsmanna og foreldra.  Við óskum sérstaklega eftir þátttöku foreldra þennan dag

Vordagar í Sunnulækjarskóla, skólaslit og útskrift Lesa Meira>>