Hermann

5. bekkur les á Hulduheimum

Í dag fór 5. bekkur Sunnulækjarskóla í heimsókn til leikskólabarna á Hulduheimum og las fyrir þau upphátt úr barnabókum.  Nemendurnir skiptu sér á deildir og lásu fyrir misstóra hópa sem greinilega höfðu mjög gaman af.  Börnin sátu stillt og prúð og hlýddu á „stóru krakkana“.  5. bekkingar stóðu sig með prýði og voru sæl með daginn.

5. bekkur les á Hulduheimum Lesa Meira>>

Foreldradagur og starfsdagur

  Foreldrafundir í Sunnulækjarskóla   Kæru foreldrar og forráðamenn. Ykkur er hér með boðið til foreldrafundar í Sunnulækjarskóla þann 20. nóvember n.k. Sú breyting er nú gerð frá fyrri árum að viðtalstímum er ekki lengur úthlutað á hvern nemanda heldur gefst foreldrum kostur á að bóka sér viðtalstíma. Til þess þurfa foreldrar skrá sig inn

Foreldradagur og starfsdagur Lesa Meira>>

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu hittust nemendur í 1. bekk og 6. bekk og áttu góða stund saman.  Þessir tveir bekkir eru vinabekkir. Nemendur 6. bekkjar hlustuðu á nemendur í 1. bekk lesa og kvittuðu fyrir lestrinum í þar til gerð kvittanahefti. Þá lásu eldri nemendurnir fyrir þau yngri og svo var spilað og spjallað

Dagur íslenskrar tungu Lesa Meira>>

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í Setrinu. Við færum félögum í Kiwanisklúbbnum Jörfa okkar bestu þakkir fyrir veglega gjöf.

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík Lesa Meira>>