Hermann

EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars

Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda athyglinni og umræðunni um mikilvægis forvarna gegn einelti vakandi. Við hvetjum alla sem tök hafa

EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars Lesa Meira>>

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars. s.l. Tólf keppendur frá fimm skólum tóku þátt í lokakeppninni.  Það voru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbaka og Stokkseyri auk Sunnulækjarskóla sem sendu lið til keppninnar. Allir keppendur stóðu sig frábærlega og var dómnefnd mikill vandi á höndum.  Sigurvegari keppninnar var

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar Lesa Meira>>

Stóra upplestarkeppnin 2013

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á svæði 1 á Suðurlandi verður haldin í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars kl. 14:00.  Keppendur frá grunnskólum Árborgar, Hveragerði og Þorlákshöfn tilheyra því svæði og mun Sunnulækjarskóli senda þrjá keppendur til leiks. Í dag var undankeppni í Sunnulækjarskóla þar sem átta keppendur úr forkeppni sem haldin var í hvorum 7. bekk skólans

Stóra upplestarkeppnin 2013 Lesa Meira>>

Vetrarfrí

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla. Allar deildir og skrifstofa skólans eru lokaðar í vetrarfríi. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

Vetrarfrí Lesa Meira>>

Öskudagur 2013

Á Öskudag  munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund.  Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka.  Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman við búninga og andlitsmálun.  Á miðstigi, 5. – 7. bekk lýkur skóladegi því kl 13:00

Öskudagur 2013 Lesa Meira>>

100 daga hátíð

2. bekkur er búinn að telja dagana sem liðnir eru frá upphafi skólaárs. Í síðustu viku rann hundraðasti skóladagurinn upp og í tilefni þess gerðum við ýmis verkefni í sambandi við töluna 100. Nemendur komu með 100 hluti af einhverju að heima t.d. 100 rúsínur, 100 cheerios og þess háttar. Allir nutu dagsins og hafa

100 daga hátíð Lesa Meira>>

Foreldrabréf vegna árshátíðar í 8. – 10. bekk

Kæru foreldrar /forráðamenn! Nú fer senn að líða að árshátíð unglingadeildarinnar og mikil undirbúningsvinna búin að eiga sér stað á síðustu vikum. Hátíðin er á fimmtudaginn í næstu viku, 31. janúar og opnar húsið kl. 18:30. Krakkarnir hafa verið að skrá sig í matinn en boðið verður upp á kjúkling eða lamb eftir því sem

Foreldrabréf vegna árshátíðar í 8. – 10. bekk Lesa Meira>>