Hermann

Kynning á frjálsum íþróttum

Þessa vikuna er kynning á frjálsum íþróttum í íþróttatímum hjá öllum árgöngum og sýnist íþróttakennurum það mælast vel fyrir.  Kynningin er í höndum frjálsíþróttamannsins Ólafs Guðmundssonar, verkefnastjóra frjálsíþróttaráðs HSK og þjálfara meistarahóps Selfoss og Laugdæla. Kynningin gekk vel, góð tilþrif sáust  og ljóst að það er nægur efniviður fyrir hendi. Grunnskólamót HSK fyrir 5.-10. bekk […]

Kynning á frjálsum íþróttum Lesa Meira>>

Setrinu færður iPad að gjöf

Setrinu í Sunnulækjarskóla barst höfðingleg gjöf í vikunni.  Gjöfin sem er iPad er frá fyrirtæki á Selfossi og erum við afar þakklát fyrir hana. Ipadinn mun nýtast mjög vel í skólastarfi Setursins sem námstæki og til tjáskiptaþjálfunar. Nokkrir nemendur eru þegar farnir að koma með eigin iPad og spjaldtölvur í skólann.   Nú á Setrið sinn eigin iPad gefur það okkur möguleika á að

Setrinu færður iPad að gjöf Lesa Meira>>

Vettvangsferð

6. MSG fór í vettvangsferð í gær í tengslum við námsefnið Líkríkið í fersku vatni. Nemendur hjóluðu að andatjörninni á Gesthúsasvæðinu vopnaðir háfum og krukkum. Afraksturinn varð fullar krukkur af vatnsköttum, vatnabobbum, brunnklukkum og 2 hornsíli sem verða rannsökuð frekar næstu daga.

Vettvangsferð Lesa Meira>>

Námsefniskynningar

Kynningar á skólastarfinu fyrir foreldra/forráðamenn nemenda fara fram sem hér segir; 1. bekkur þriðjudaginn 4.sept. kl. 17:30 2. bekkur miðvikudaginn 12. sept. kl.17:00 3. bekkur mánudaginn 10.sept. kl.17:30 4. bekkur miðvikudaginn 12.sept. kl.18:00 5. bekkur  miðvikudaginn 12. sept. kl.16:30 6. bekkur fimmtudaginn 6 sept. kl. 17:00 7. bekkur þriðjudaginn 11. sept. kl. 17:00 8. bekkur þriðjudaginn 11.

Námsefniskynningar Lesa Meira>>

Skólasetning

Sunnulækjarskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur sem fæddir eru 2002 til 2006 og fara í 1. til 5. bekk mæta kl 9:00 Nemendur sem fæddir eru 1997 til 2001 og fara í 6. til 10. bekk mæta kl 11:00 Að loknu stuttu ávarpi skólastjóra munu nemendur hitta kennara sína og fá upplýsingar og gögn. Við

Skólasetning Lesa Meira>>