Hermann

Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla


Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla mættu í smákökumaraþon í skólanum s.l. fimmtudagskvöld og bökuðu smákökur allt hvað af tók.

Að loknum bakstrinum voru komnar um 5.500 smákökur.  Nemendurnir færðu síðan eldri borgurum í Grænumörk, dvalargesturm í Vinaminni, Selfosskirkju og félagsþjónustu Árborgar kökurnar að gjöf með góðum óskum um gleðileg jól.

Óhætt er að segja að framtakið gladdi bæði gefendur og þiggjendur og skapar samstöðu og hlýhug í anda jólanna.

Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Sunnulækjarskóli í jólafötin

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með sameiginlegri söngstund í Fjallasal en síðan gengu nemendur til þess verks að búa skólann í jólabúning. 

Allt jólaskrautið sem safnast hefur frá fyrri árum var dregið fram og því komið fyrir á þeim stöðum sem vera ber auk þess sem mikið var föndrað og framleitt af nýju skrauti.

Sunnulækjarskóli í jólafötin Lesa Meira>>

Skreytingardagur

Föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum en í boði verður m.a. föndurstöð, spila- og leikjastöð, íþróttastöð og stílistastöð, en nemendur á þeirri stöð bera ábyrgð á að skreyta skólann þennan dag.


 


 

Skreytingardagur Lesa Meira>>

Þemadagar í Sunnulækjarskóla 20. – 21. október 2010

Þemadagar standa nú yfir hjá okkur í Sunnulækjarskóla dagana 20. og 21. október. Á þessum dögum fræðast nemendur um umhverfið sitt og skoða það í víðum skilningi.

Skólatími þessa daga verður sem hér segir:
1. -4. bekkur: Venjulegur skólatími
5. -7. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12.00
8. 10. bekkur: Skóladegi lýkur kl. 12:30.

Þemadagar í Sunnulækjarskóla 20. – 21. október 2010 Lesa Meira>>