Tilkynningar

Laus störf við skólann

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus staða umsjónarkennara í 5. bekk. Í skólanum eru um 710 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Áhugasamir einstaklingar, án …

Laus störf við skólann Lesa Meira>>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020

Innritun barna sem eru fædd árið 2013 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2019 fer fram 20. febrúar−4. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg á arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2019−2020 Lesa Meira>>

Laus störf við Setrið

Sérdeild Suðurlands Setrið Sunnulækjarskóla Við sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla sem starfar á grundvelli þjónustusamnings milli Sveitarfélagsins Árborgar, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Hlutverk sérdeildar er að veita nemendum með sérþarfir á Suðurlandi, fjölbreytt …

Laus störf við Setrið Lesa Meira>>

Lausar stöður deildarstjóra fyrir næsta skólaár

Deildarstjóri við Sunnulækjarskóla Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður deildarstjóra miðstigs og deildarstjóra elsta stigs. Staða deildarstjóra miðstigs er ný staða en starf deildarstjóra elsta stigs er afleysing til eins árs vegna námsleyfis. Starfssvið Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi skólans ásamt skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og öðrum deildarstjórum. Hann ber ábyrgð á skólahaldi á viðkomandi skólastigi …

Lausar stöður deildarstjóra fyrir næsta skólaár Lesa Meira>>

Stærðfræðikennara vantar

Vegna forfalla vantar stærðfræðikennara til starfa við Sunnulækjarskóla frá 3. apríl til loka skólaárs. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400, 861-1737 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er 28. mars 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is. Skólastjóri

Laust starf íþróttakennara

Vegna fæðingarorlofs vantar íþróttakennara til starfa við Sunnulækjarskóla frá 1. apríl til loka skólaárs. Meðal kennslugreina eru íþróttir á yngsta- og miðstigi og dans á yngsta stigi. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er framlengdur til 18. mars 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og …

Laust starf íþróttakennara Lesa Meira>>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019  Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019 Lesa Meira>>