Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Safna upplýsingum um hjólreiðanotkun skólabarna

23. mars 2017

Í vetur hefur Sunnulækjarskóli tekið þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Landssamtök hjólreiðamanna. Markmiðið með verkefninu er að safna upplýsingum um hjólreiðar barna í skólum um land allt yfir eitt skólaár hið minnsta. Einnig að kanna aðstöðu fyrir börn […]

Lesa Meira >>

Alþjóðlegi Downs-dagurinn

21. mars 2017

Í dag (þriðjudaginn 21. mars) fögnuðum við Alþjóðlega Downs-deginum. Fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum þennan dag til að fagna og sýna samstöðu með fjölbreytileikanum og að sjálfsögðu tók Sunnulækjarskóli þátt í því. Það voru börnin í 7. ÁHH og […]

Lesa Meira >>

Fræðslufundur Samborgar í Sunnulækjarskóla

17. mars 2017

Húsfyllir var á fræðslufundi Samborgar sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 16. mars s.l. Á fundinum fjölluðu Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir um sjálfsmynd barna og hvernig hjálpa má börnum til að þroskast og ná betri árangri. Bjarni og […]

Lesa Meira >>

1. verðlaun fyrir myndbandasamkeppni

16. mars 2017

Nemendur úr Sunnulækjarskóla tóku þátt í myndbandasamkeppni fyrir Starfamessu sem haldin var í FSu þriðjudaginn 14. mars. Verkefnið fólst í að gera kynningarmyndband um störf rafvikja og kokka í nærsamfélagi okkar. Við óskum nemendum okkar Daníel Mána, Árdísi Lilju, Bjarka, Elísabetu […]

Lesa Meira >>

Fyrri undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina

15. mars 2017

Í dag tók 7. bekkur þátt í fyrstu undankeppninni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður þann 29. mars nk. Nemendurnir eru búnir að vera mjög duglegir að æfa sig fyrir keppnina, bæði hér í skólanum og heima. Það skilaði frábærum árangri. […]

Lesa Meira >>

Nemendur í 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla unnu til fyrstu verðlauna

14. mars 2017

Nemendur í  9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla unnu til fyrstu verðlauna í myndbandakeppni starfamessunnar 2017 sem haldin var 14. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Nemendur gerðu tvö myndbönd þar sem þeir kynntu störf matreiðslumannsins og rafvirkjans sem  og námið að baki […]

Lesa Meira >>

Út fyrir kassann

10. mars 2017

Foreldrafélag Sunnulækjaskóla og Samborg bjóđa til fyrirlestursins „Út fyrir kassann“ með Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 16. mars næstkomandi kl. 20:30. Á fyrirlestrinum verður meðal annars leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Af hverju út fyrir […]

Lesa Meira >>

Team Spark kynning

6. mars 2017

Í febrúar fengu nemendur í 10. bekk kynningu á  verkfræði og Team Spark verkefni Háskóla Íslands. Nemar úr verkfræði, Emma og Jakob kynntu verkefnið en þau eru hluti af rúmlega 30 nemendum  sem koma að smíði og hönnun Team Spark […]

Lesa Meira >>

Plast eða fiskur?

28. febrúar 2017

Nokkrir nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla tóku að sér að fjalla um plast og notkun á plasti í skólanum. Skoðaður var kostnaður á plastpokum í ruslafötur á kennslusvæðum og áhrif plasts á umhverfið. Nemendur komust að því að notaðir […]

Lesa Meira >>

Vetrarfrí

26. febrúar 2017

Við minnum á að 23. og 24. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla og skólinn lokaður.

Lesa Meira >>

Heimsókn í Tækniskólann

21. febrúar 2017

Nemendur í 10. bekk heimsóttu Tækniskólann í Reykjavík nýverið. Þar fengu þau að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem bjóðast til náms í skólanum, bæði til sveinspróf og stúdentsprófs. Nemendur heimsóttu meðal annars Stýrimannaskólann og fengu að stýra skipi undir Stórabeltisbrú í […]

Lesa Meira >>

Slökun í 2.bekk

9. febrúar 2017

Í dag, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 10:00 hugleiddu börn í  35 skólum á Íslandi.  Nemendur í 2. BH tóku þátt í deginum og fóru í smá slökun í taekwondó salnum. Börnunum fannst þetta virkilega skemmtilegt og voru áhugasöm og dugleg í […]

Lesa Meira >>