Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Rois et Reins – Princes et Princesses de France
11 nemendur tóku þátt í frönskunámskeiði fyrir tvítyngd börn í vetur. Auk æfinga í lestri, málfræði og ritun vann hópurinn með þema: Konungar og drottningar – prinsar og prinsessur Fyrir elstu nemana var áherslan lögð á sögu konunga Frakklands frá 847 […]
Lesa Meira >>10. bekkur tínir rusl
Í gær fóru nemendur 10. bekkjar Sunnulækjarskóla út að tína rusl í bænum. Þeir tíndu rusl meðfram nokkrum götum á Selfossi og af nógu var að taka. Framtakið er hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalagið sem foreldratenglar í 10. bekk skipuleggja. Árborg […]
Lesa Meira >>Útikennsla í heimilisfræði
María Maronsdóttir heimilisfræðikennari hefur mikinn áhuga á því að vera með útikennslu í heimilisfræði og hefur sótt námsskeið í útieldun. Sunnulækjarskóli fékk í dag afhenta glæsilega útieldunargrind frá fimm nemendum skólans. Við þökkum Kötlu Sif, Ingu Jónu, Söru, Styrmi og […]
Lesa Meira >>Uppskeruhátíð – markaður hjá 8.bekk
Í vetur hafa krakkarnir í 8 bekk unnið að verkefninu “Markaðurinn”, samvinnuverkefni í textíl og smíði, þar sem nemendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framleiðslu vöru. Krakkarnir hafa unnið hörðum höndum að framleiðslunni í sínu fyrirtæki og svo var afraksturinn […]
Lesa Meira >>Nemendur Sunnulækjarskóla stóðu sig frábærlega í Skólaþríþraut FRÍ
Úrslitakeppni Skólaþríþrautar fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. maí. Sjö nemendur Sunnulækjarskóla höfðu unnið sér inn þátttökurétt eftir undankeppni í íþróttatímum. Sex nemendur mættu svo í höllina, Perla Sævarsdóttir, Jón Þór Sveinsson, Pétur Már Sigurðsson, Skúli Darri […]
Lesa Meira >>Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkina
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti okkur í apríl og hélt fyrirlestur fyrir 10.bekkina sem bar yfirskriftina „Eltu drauminn þinn“. Hann ræddi m.a. við þau um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og […]
Lesa Meira >>7 keppendur áfram í skólaþríþraut FRÍ
Sunnulækjarskóli tók þátt í undankeppni skólaþríþrautar FRÍ í vetur. Í skólaþríþraut er mældur árangur barna í 6. og 7. bekk í 100 m spretthlaupi, hástökki og kúluvarpi. 70 krakkar víðsvegar af landinu hafa verið valin í úrslitakeppnina sem fram fer […]
Lesa Meira >>Niðurstöður viðhörfakönnunar meðal foreldra
Búið er að birta niðurstöður viðhorfakönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Árborg á vef sveitarfélagsins. Góð þátttaka var í könnuninni og niðurstöður áhugaverðar. Birtar eru fjórar skýrslur, ein fyrir hvern skóla og ein með samanburði ásamt þeim spurningum sem snúa að sveitarfélaginu […]
Lesa Meira >>5. bekkur tínir rusl
Í morgun fór 5. MSG út að tína rusl á skólalóðinni. Eins og meðfylgjandi myndir sýna höfðu þau heilmikið upp úr krafsinu. Þau afhentu Hadda húsverði svo ruslið með virktum. Í lok tímans fóru þau svo í leiki en nokkrir kusu þó að […]
Lesa Meira >>Endurskoðun skólastefnu Árborgar
Þriðjudaginn 17. apríl var haldinn sameiginlegur fundur stjórna allra nemendafélaga í grunnskólum sveitarfélagsins. Efni fundarins var endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins. 24 nemendur úr öllum skólum sveitafélagsins mættu til fundarins sem var haldinn í Sunnulækjarskóla. Fundurinn var tvískiptur. Fyrst var unnið í hópum sem leituðu […]
Lesa Meira >>Nýnemar í heimsókn
Í dag komu væntanlegir nýnemar Sunnulækjarskóla í heimsókn. Tekið var manntal og allir boðnir velkomnir. Síðan var gengið um skólann og nýnemarnir kynntu sér aðstæður á nýjum vinnustað. Margt var skemmtilegt og margt forvitnilegt og um margt var spurt. Að […]
Lesa Meira >>Páskaeggjabingó í Sunnulækjarskóla
Fimmtudagskvöldið 29. mars héldu tenglar í 10. bekk páskaeggjabingó. Bingóið sem er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkjar tókst einstaklega vel. Húsfyllir var og setið í öllum tröppum, á kollum og stólum. Við þökkum foreldrum fyrir einstaklega góða þátttöku.
Lesa Meira >>