Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkina

4. maí 2012

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti okkur í apríl og hélt fyrirlestur fyrir 10.bekkina sem bar yfirskriftina „Eltu drauminn þinn“.  Hann ræddi m.a. við þau um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og […]

Lesa Meira >>

7 keppendur áfram í skólaþríþraut FRÍ

25. apríl 2012

Sunnulækjarskóli tók þátt í undankeppni skólaþríþrautar FRÍ í vetur. Í skólaþríþraut er mældur árangur barna í 6. og 7. bekk í 100 m spretthlaupi, hástökki og kúluvarpi. 70 krakkar víðsvegar af landinu hafa verið valin í úrslitakeppnina sem fram fer […]

Lesa Meira >>

Niðurstöður viðhörfakönnunar meðal foreldra

25. apríl 2012

Búið er að birta niðurstöður viðhorfakönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Árborg á vef sveitarfélagsins.  Góð þátttaka var í könnuninni og niðurstöður áhugaverðar.  Birtar eru fjórar skýrslur, ein fyrir hvern skóla og ein með samanburði ásamt þeim spurningum sem snúa að sveitarfélaginu […]

Lesa Meira >>

5. bekkur tínir rusl

20. apríl 2012

Í morgun fór 5. MSG út að tína rusl á skólalóðinni. Eins og meðfylgjandi myndir sýna höfðu þau heilmikið upp úr krafsinu. Þau afhentu Hadda húsverði svo ruslið með virktum.  Í lok tímans fóru þau svo í  leiki en nokkrir kusu þó að […]

Lesa Meira >>

Endurskoðun skólastefnu Árborgar

18. apríl 2012

Þriðjudaginn 17. apríl var haldinn sameiginlegur fundur stjórna allra nemendafélaga í grunnskólum sveitarfélagsins.  Efni fundarins var endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins. 24 nemendur úr öllum skólum sveitafélagsins mættu til fundarins sem var haldinn í Sunnulækjarskóla. Fundurinn var tvískiptur.  Fyrst var unnið í hópum sem leituðu […]

Lesa Meira >>

Nýnemar í heimsókn

14. apríl 2012

Í dag komu væntanlegir nýnemar Sunnulækjarskóla í heimsókn.  Tekið var manntal og allir boðnir velkomnir.  Síðan var gengið um skólann og nýnemarnir kynntu sér aðstæður á nýjum vinnustað.  Margt var skemmtilegt og margt forvitnilegt og um margt var spurt.  Að […]

Lesa Meira >>

Páskaeggjabingó í Sunnulækjarskóla

30. mars 2012

Fimmtudagskvöldið 29. mars héldu tenglar í 10. bekk páskaeggjabingó. Bingóið sem er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkjar tókst einstaklega vel. Húsfyllir var og setið í öllum tröppum, á kollum og stólum. Við þökkum foreldrum fyrir einstaklega góða þátttöku.

Lesa Meira >>

Starfs- eða námskynning 10.b.

27. mars 2012

19.- 22. mars og 26. – 27. mars 2012Valblað nemenda

Lesa Meira >>

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun

19. mars 2012

  Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun undir yfirskriftinni: ÓGNANIR OG TÆKIFÆRI INTERNETSINS HJÁ BÖRNUM OG UNGLINGUM Um 60 manns mættu á fundinn sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla s.l. þriðjudagskvöld.  Fyrirlesari var Hafþór Birgisson, tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.  Hafþór hefur […]

Lesa Meira >>

Laust starf

18. mars 2012

  Sunnulækjarskóli Starfsmann vantar í 50% starf frá kl. 12:30 -16:30 við Hóla, skólavistun Sunnulækjarskóla. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 480-5400 eða tölvupósti, birgir@sunnulaek.is Umsóknarfrestur er til 18. mars 2012. Skólastjóri

Lesa Meira >>

Árshátíð 8.-10.bekk verður á morgun fimmtudag 15.mars

17. mars 2012

  Við ætlum að eiga skemmtilega stund saman, borða góðan mat, skemmta hvert öðru og dansa.  Skólinn opnar kl.18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl.19:00 í Fjallasal.  Eftir borðhald  verður dansað í íþróttahúsinu og lýkur skemmtuninni kl. 23:30. Kennarar og starfsfólk skólans […]

Lesa Meira >>

Saumamaraþon í Sunnulæk

14. mars 2012

Undanfarin ár hefur komið upp umræða um hvort ekki væri hægt að gera Fjallasalinn meira aðlaðandi fyrir samkomur eins og árshátíð o.fl. Nú hafa verið saumuð tjöld í Fjallasal í saumamaraþoni sem var í skólanum í síðustu viku.Foreldrafélagið gaf efnið og […]

Lesa Meira >>