Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Nemendur í 2.bekk

14. október 2011

Nemendur í 2. bekk vinna saman.

Lesa Meira >>

Umboðsmaður barna í heimsókn hjá 8.- 10. bekk.

11. október 2011




Umboðsmaður barna kom í skólann fimmtudaginn 6. október og kynnti sig og embættið fyrir nemendum í 8.- 10. bekk. Sérstaklega var fjallað um réttindi barna og mannréttindi almennt.  Nemendur fengu sérstakt hrós fyrir hve áhugasöm og flott þau voru meðan á kynningunni stóð.

Lesa Meira >>

Forvarnardagurinn 5. október.

6. október 2011



Forvarnardagurinn var hafður í heiðri í skólanum þann 5. október og að venju eru það 9.bekkirnir sem vinna verkefni um forvarnir gegn fíkniefnum.  Einnig fengu þau kynningu á starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í Árborg.


 

Lesa Meira >>

Lestrardagbækur að gjöf.

6. október 2011


Í síðust viku fengum við góða heimsókn í 7. bekkina þegar þær Elín og Sirrý komu frá FSu að gefa nemendum lestrardagbækur.   Þetta kemur sér mjög vel þar sem nú er að fara af stað lestrarátak hjá bekkjunum. 
Takk kærlega fyrir okkur.

Lesa Meira >>

Starfsdagur 7. október

6. október 2011

Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 7. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag.  Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 6. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir:


 


1. – 4. bekkur:           kennslu lýkur kl 12:50 og því er engin breyting á skóladegi.


5. – 7. bekkur:           kennslu lýkur kl 13:10


8. – 10. bekkur:         kennslu lýkur kl 13:10

Lesa Meira >>

Tenglafundur foreldrafélagsins

5. október 2011

Árlegur fundur foreldrafélags Sunnulækjarskóla með tenglum var haldinn þriðjudaginn 20. september s.l.. Fundurinn var mjög vel sóttur og fram komu margar góðar hugmyndir og ábendingar. 

Fundurinn gefur góðar vonir um frábært foreldrastarf í vetur hjá Sunnulækjarskóla.

Frekari upplýsingar um starf foreldrafélagsins og hvað er á döfinni má lesa á upplýsingavef foreldrafélagsins.

Lesa Meira >>

Nemendur í 5.bekk

26. september 2011

Nemendur fara í gönguferð.

Lesa Meira >>

Forvarnafundur miðvikudaginn 28. september í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 20:00

20. september 2011

Miðvikudaginn 28. sept. nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og Greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.

Lesa Meira >>

Skólinn fékk gefins gasgrill

19. september 2011

Starfsfólk verslunarinnar N1 á Selfossi gaf skólanum glæsilegt gasgrill.
Við erum mjög þakklát og glöð fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Lesa Meira >>

5.bekkur

12. september 2011

Nemendur í 5.bekk í útivist.

Lesa Meira >>

Nemendur í 1.bekk

8. september 2011

Krakkarnir í 1. bekk

Lesa Meira >>

Skólinn byrjar vel.

1. september 2011

Nemendur í 1. bekk.

Lesa Meira >>