Starfsdagur og foreldraviðtöl
Það er starfsdagur í skólanum mánudaginn 30. október næstkomandi og þriðjudaginn 31. október eru foreldraviðtöl sjá skóladagatal Á starfsdegi koma nemendur ekki í skólann og á foreldraviðtalsdegi koma nemendur aðeins í skólann til að fara í viðtal með forráðamönnum sínum á þeim tíma sem bókaður hefur verið í Mentor. Við hlökkum til að hitta foreldra […]
Kvennaverkfall 24. október – skólastarf fellur niður
Kæru foreldrar og forráðamenn. Vegna kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi munum við ekki geta haldið úti skólastarfi samkvæmt skóladagatali. Allt skólastarf fellur niður. https://www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir-og-pistlar/frettir/2023/bodad-til-kvennaverkfalls-24-oktober/ kveðja Starfsfólk Sunnulækjarskóla
Aðalfundur foreldrafélagsins
Kæru foreldrar og forráðamenn Boðaður er aðalfundur foreldrafélags Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Markmið félagsins eru að: – styðja skólastarfið og efla tengsl heimilis og skóla – að efla samstarf og samstöðu foreldra innbyrðis – koma á umræðu og fræðslufundum um uppeldis- og fræðslumál – vinna að heill og hamingju nemenda […]