Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi

By birgir | 16. mars 2011


Stóra upplestrarkeppnin á Suðurlandi var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði s.l. mánudag.

Keppendur Sunnulækjarskóla voru Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og var Þorkell Ingi Sigurðsson tilbúinn sem varamaður.  Liðið stóð sig frábærlega þó ekki næðum við verðlaunasæti þetta árið.  Öll verðlaunin féllu í skaut keppenda Vallaskóla og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu.

Auk keppendanna kom Freydís Ösp Leifsdóttir, sigurvegari frá fyrra ári, fram og kynnti rithöfund keppninnar sem að þessu sinni var Gunnar M Magnúss.



Vettvangsferð í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands

By birgir | 11. mars 2011


Fimmtudaginn, 10. mars fóru nemendur í 7. RG í vettvangsferð ásamt Ragnheiði umsjónarkennara og Hauki kennaranema í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands. 

Öskudagur í Sunnulæk

By birgir | 9. mars 2011

Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum af ýmsum toga.

Öskudagur

By birgir | 4. mars 2011

Miðvikudag 9. mars, öskudag, verður skólahald sem hér segir;


Skóli hefst kl 8:10 þennan dag eins og venjulega en lýkur fyrr hjá sumum.

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.

By birgir | 3. mars 2011


Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkja stendur nú fyrir dyrum. 
Undankeppnin í Sunnulækjarskóla var í morgun.  

Lesturinn var frábær og lásu nemendur bæði sögubrot og ljóð.
Það reyndist þrautin þyngri fyrir dómnefndina að velja fulltrúana úr hópi frábærra lesara.

Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og Þorkell Ingi Sigurðsson voru valin sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.

Mánudaginn 14. mars munu þau keppa í Hveragerði fyrir hönd Sunnulækjarskóla við nemendur úr öðrum skólum á svæðinu.


Við óskum þeim góðs gengis í Hveragerði.