Vettvangsferð í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands
Fimmtudaginn, 10. mars fóru nemendur í 7. RG í vettvangsferð ásamt Ragnheiði umsjónarkennara og Hauki kennaranema í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands.
Öskudagur í Sunnulæk
Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum af ýmsum toga.
Öskudagur
Miðvikudag 9. mars, öskudag, verður skólahald sem hér segir;
Skóli hefst kl 8:10 þennan dag eins og venjulega en lýkur fyrr hjá sumum.
Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.
Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkja stendur nú fyrir dyrum.
Undankeppnin í Sunnulækjarskóla var í morgun.
Lesturinn var frábær og lásu nemendur bæði sögubrot og ljóð.
Það reyndist þrautin þyngri fyrir dómnefndina að velja fulltrúana úr hópi frábærra lesara.
Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Guðbjörg Ósk Ómarsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og Þorkell Ingi Sigurðsson voru valin sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.
Mánudaginn 14. mars munu þau keppa í Hveragerði fyrir hönd Sunnulækjarskóla við nemendur úr öðrum skólum á svæðinu.
Við óskum þeim góðs gengis í Hveragerði.
Sunnulækjarskóli í fyrsta sæti í Lífshlaupinu
Sunnulækjarskóli varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 400 nemendur og fleiri í Lífshlaupinu.
Nemendur skólans hreyfðu sig að meðaltali í 481 mínútu og er það talsvert betri árangur en þeirra sem næstir koma.
Um leið og við óskum nemendum til hamingju með sigurinn þökkum við foreldrafélaginu fyrir styrka stjórn á þátttöku skólans í Lífshlaupinu.
Sjá nánar á lifshlaupid.is