Fréttablað – nóvember
Út er komið skólablað frá krökkunum í Kviku með jólaívafi: 10. bekkur í Kviku vann fyrir samkomutakmarkanir þetta skólablað í fjölmiðlasmiðju. Áherslan var á jólin og aðventuna. Í meðfylgjandi skjali má lesa brakandi fréttir frá þeim. Fréttablað
Foreldradagar 2. og 3. nóvember
Mánudaginn 2. nóvember og þriðjudaginn 3. nóvember verða starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali. Þá fellur öll kennsla niður en umsjónarkennarar verða með fastan viðtalstíma fyrir foreldra og nemendur. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forráðamanna inn í skólann og því verða viðtölin með breyttu sniði í ár. Viðtölin fara […]