Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Suðurlandsmeistarar í skák

By Hermann | 30. janúar 2019

Sunnulækjarskóli tók þátt í Suðurlandsmóti grunnskóla í skák sem fram fór í Fischer-setrinu hér á Selfossi föstudaginn 25. janúar. Keppt var í yngri (1.-5. bekk) og eldri flokki (6.-10. bekk). Sunnulækjarskóli sendi tvö lið í yngri flokki og eitt lið í eldri flokki á mótið. Öll liðin stóðu sig frábærlega og sigraði yngra lið a […]

Málað í snjóinn

By Hermann | 25. janúar 2019

Það voru falleg listaverk sem fyrsti bekkur gerði í myndmennt í góða veðrinu í dag. Nemendur nýttu fallega vetrarveðrið og máluðu listaverk í snjóinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.        

Þakkir til styktaraðila

By Hermann | 18. desember 2018

 Sunnulækjarskóli þakkar öllum sem styrktu okkur á góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember.Ágóði góðgerðadagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu. Á þessu ári urðu Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu varð afrakstur Góðgerðadaganna 1,503,274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. des. og fengu peningagjöfina afhenta. Þetta væri þó ekki hægt án stuðnings […]

Afrakstur góðgerðadaga

By Hermann | 13. desember 2018

Í morgun, að lokinni söngstund, afhentu nemendur afrakstur góðgerðadaganna. Ákveðið var að þetta árið mundu nemendur styrkja Björgunarfélag Árborgar. Afrakstur góðgerðadaganna var 1.503.274 kr. og voru það stoltir nemendur sem afhentu fulltrúum Björgunarfélagssins fullan kassa af peningaseðlum. Við þökkum öllum sem að góðgerðadögunum komu, nemendum, starfsmönnum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst foreldrum og aðstandendum […]

Bókagjöf

By Hermann | 11. desember 2018

Nú í vikunni bárust Sunnulækjarskóla 40 pólskar bækur að gjöf frá sveitarfélaginu. Meðal bókanna leynast margs konar bækur, unglingaskáldsögur, skemmtilegar léttlestrarbækur og fræðibækur ásamt bókum um hinn sívinsæla Kidda Klaufa.Gjöfin kemur sér afar vel fyrir alla pólskumælandi nemendur skólans og kunnum við sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir.