Vetrarfrí
Við minnum á að 23. og 24. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla og skólinn lokaður.
Heimsókn í Tækniskólann
Nemendur í 10. bekk heimsóttu Tækniskólann í Reykjavík nýverið. Þar fengu þau að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem bjóðast til náms í skólanum, bæði til sveinspróf og stúdentsprófs. Nemendur heimsóttu meðal annars Stýrimannaskólann og fengu að stýra skipi undir Stórabeltisbrú í hermi. Þau kíktu í Margmiðlunarskólann og sáu svokallaðan „green screen“ sem notaður er til að […]
Slökun í 2.bekk
Í dag, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 10:00 hugleiddu börn í 35 skólum á Íslandi. Nemendur í 2. BH tóku þátt í deginum og fóru í smá slökun í taekwondó salnum. Börnunum fannst þetta virkilega skemmtilegt og voru áhugasöm og dugleg í slökuninni.
Hljóðfærakynning
Þriðjudaginn 7. febrúar fengum við góða gesti úr Tónlistarskóla Árnesinga sem komu til að kynna hljóðfæri fyrir nemendum 2. bekkjar. Þessi heimsókn er sú fyrsta af fjórum og nú voru tréblásturhljóðfærin kynnt. Síðar munum við fá kynningu á málmblásturshljóðfærum, strokhljóðfærum og að lokum verður blönduð kynning á þeim hljóðfærum sem eftir standa. Nemendur nutu kynningarinnar […]
Kynning á Fjölbrautaskóla Suðurlands
Í dag komu náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands í heimsókn til að kynna námsbrautir FSu og miðla til okkar frekari upplýsingum um nám að loknum grunnskóla. Foreldrum var einnig boðið að koma og hlýða á kynninguna og nýttu margir sér það. Í fylgd með Agnesi og Önnu Fríðu, náms- og starfráðgjöfum FSu voru tveir fyrrum […]