Safna upplýsingum um hjólreiðanotkun skólabarna
Í vetur hefur Sunnulækjarskóli tekið þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Landssamtök hjólreiðamanna. Markmiðið með verkefninu er að safna upplýsingum um hjólreiðar barna í skólum um land allt yfir eitt skólaár hið minnsta. Einnig að kanna aðstöðu fyrir börn til hjólreiða og áhrif veðurs og færðar á hjólreiðar barna í grunn- og framhaldsskólum. Sara […]
Alþjóðlegi Downs-dagurinn
Í dag (þriðjudaginn 21. mars) fögnuðum við Alþjóðlega Downs-deginum. Fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum þennan dag til að fagna og sýna samstöðu með fjölbreytileikanum og að sjálfsögðu tók Sunnulækjarskóli þátt í því. Það voru börnin í 7. ÁHH og 3.ÞE sem að mættu í þessum litríku sokkum í dag. .
Fræðslufundur Samborgar í Sunnulækjarskóla
Húsfyllir var á fræðslufundi Samborgar sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 16. mars s.l. Á fundinum fjölluðu Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir um sjálfsmynd barna og hvernig hjálpa má börnum til að þroskast og ná betri árangri. Bjarni og Kristín reka saman fyrirtækið Út fyrir kassann sem sérhæfir sig í sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir stráka, stelpur […]
1. verðlaun fyrir myndbandasamkeppni
Nemendur úr Sunnulækjarskóla tóku þátt í myndbandasamkeppni fyrir Starfamessu sem haldin var í FSu þriðjudaginn 14. mars. Verkefnið fólst í að gera kynningarmyndband um störf rafvikja og kokka í nærsamfélagi okkar. Við óskum nemendum okkar Daníel Mána, Árdísi Lilju, Bjarka, Elísabetu Öldu, Hauki, Krister Frank, Kornelíu, Rakel Helgu, Karen Heklu og Kolbrúnu Eddu til hamingju með […]
Fyrri undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina
Í dag tók 7. bekkur þátt í fyrstu undankeppninni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður þann 29. mars nk. Nemendurnir eru búnir að vera mjög duglegir að æfa sig fyrir keppnina, bæði hér í skólanum og heima. Það skilaði frábærum árangri. Þessir 8 nemendur komust áfram í næstu keppni sem haldin verður eftir viku. Frá vinstri: […]