Guðríður Einarsdóttir

Haustfrí

Við minnum á að fimmtudagur og föstudagur í þessari viku, 17. og 18. október, eru haustfrísdagar í Sunnulækjarskóla.  Því mæta nemendur ekki í skólann þessa daga. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrám mánudaginn 21. október.

Heimsókn á Listasafn Árnesinga

Í dag þriðjudag fór 3. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga í Hveragerði og kíkti á sýninguna Einu sinni var… Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Sýningin byggir á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og myndlýsingum Ágríms Jónssonar. Heimsóknin er hluti af samstarfi grunnskóla í Árnessýslu og verða verkefni tengd sýningunni unnin í vetur í myndmenntasmiðju. Nemendur munu m.a. fá …

Heimsókn á Listasafn Árnesinga Lesa Meira>>

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla

Þriðjudaginn 3. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farin er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemming í hlaupinu, frábært veður og mikill metnaður hjá …

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Göngum í skólann

Sunnulækjarskóli ætlar að vera með í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja …

Göngum í skólann Lesa Meira>>

Skólabókasafnið

Á þessu skólaári geta nemendur Sunnulækjarskóla fundið mikið úrval af nýjum bókum á dönsku á skólasafninu. Bækurnar sem standa til boða eru allt frá skáldsögum, t.d. nýjustu bækurnar um Kidda Klaufa sem ekki er búið að þýða yfir á íslensku ennþá, til handboltabóka og allskyns spennandi fræðibóka.  Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval …

Skólabókasafnið Lesa Meira>>

Verkleg náttúrufræði á vorönn

Nú á vorönn hafa nemendur á unglingastigi verið mikið í verklegri náttúrufræði. 8. bekkur fór og mældi meðalhraða bíla fyrir utan Sunnlækjarskóla einnig skoðuðu þau lögmál Bernoullis með hárblásara og borðtenniskúlu og rannsökuðu eðlismassa. 9. bekkur rannsakaði sýrustig mismunandi lausna og framkvæmdi efnahvörf. 10. bekkur bjó til krapís með því að nota klaka og salt …

Verkleg náttúrufræði á vorönn Lesa Meira>>

Sendiherra í heimsókn

Mánudaginn 29. apríl kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla til að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf. Hann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu bókasafnsfræðingi, spjallaði við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af. Hann hafði mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren …

Sendiherra í heimsókn Lesa Meira>>