Hermann

Danmerkurferð 9. bekkjar 2015

Þann 29. september s.l. lagði þessi fríði og föngulegi hópur land undir fót, hið fyrirheitna land var Danmörk. Nemendur eru 9. bekk og eru í samstarfi við Ørum skóla sem er í Djurs-sýslu á Norður Jótlandi. Þau eru þátttakendur í samstarfsverkefni skólanna og hlutu styrk frá Nordplus Junior til verkefnisins. Nemendur dvöldu þar í eina viku og var […]

Danmerkurferð 9. bekkjar 2015 Lesa Meira>>

Fjallabrauð

Stelpurnar í 6. bekk í útinámi og leikni bökuðu fjallabrauð á pönnu.  Í útieldun reynist stundum erfitt að tempra hitann og gengur lítið að hækka / lækka hann en þetta er það sem fólk bjó við. Uppskrift af fjallabrauði er að finna hér  

Fjallabrauð Lesa Meira>>

Pappírsbátarigningin

Það er gaman að leika sér í læknum á skólalóðinni á góðum rigningardögum.  4. bekkur í útinámi og leikni gerði sér pappírsbáta og nýttu lækinn sér til skemmtunar. Í læknum eru sker (grjót), grynningar (smásteinar) sem bátarnir þurftu að sigla framhjá. Drengirnir skemmtu sér konunglega eins og sjá má.

Pappírsbátarigningin Lesa Meira>>

Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu

Í síðustu viku heimsóttu nemendur í Starfalæk Brunavarnir Árnessýslu þar sem Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim. Kristján ræddi við nemendur m.a. um starfsemi stofnunarinnar, mannauðinn, starfið og búnaðinn.  Heimsóknin var mjög áhugaverð og voru nemendur ánægðir með heimsóknina sem lauk með heimkeyrslu á mannskapsbíl Brunavarna Árnessýslu. Við þökkum Kristjáni  og starfsfólki Brunavarna kærlega fyrir góðar móttökur.

Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu Lesa Meira>>