Hermann

Opið hús á afmæli skólans

Í tilefni af 10 ára afmæli Sunnulækjarskóla bjóða nemendur skólans öllum sem möguleika hafa á að koma og skoða skólann og verkefni nemenda milli klukkan 08:30 og 13:00, fimmtudaginn 16. október. Við vonumst til að sjá sem flesta, mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur, frænkur og gamla nemendur. Í tilefni af afmælinu er hafin útsending frá […]

Opið hús á afmæli skólans Lesa Meira>>

Frábær þátttaka á súpufundi

Um 160 manns mættu á fræðslufund í Sunnulækjarskóla í gærkvöldi.  Á fundinum fjallaði Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri um skólaþjónustu Árborgar og að því loknu fjallaði Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands um vináttu barna og unglinga. Fundurinn var afar vel heppnaður og erindin áhugaverð og skemmtileg. Við þökkum góða mætingu.    

Frábær þátttaka á súpufundi Lesa Meira>>

Starfsdagur 3. október

Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 3. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 2. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir: 1. – 4. bekkur: kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting. 5. – 7. bekkur: kennslu lýkur kl 13:00

Starfsdagur 3. október Lesa Meira>>

Kynningafundir

Þessa dagana hafa umsjónarkennarar Sunnulækjarskóla haldið kynningafundi fyrir foreldra. Okkur þótti fyrirkomulag kynningafunda undanfarinna ára vera orðið nokkuð staðnað og reyndum því að breyta svolítið til þetta árið. Margt var gert til að létta fundina og gera þá áhugaverðari. Til dæmis höfum við aukið þátttöku nemenda í fundunum, í sumum tilfellum falið þeim að kynna

Kynningafundir Lesa Meira>>