Hermann

Saumamaraþon í Sunnulæk

Undanfarin ár hefur komið upp umræða um hvort ekki væri hægt að gera Fjallasalinn meira aðlaðandi fyrir samkomur eins og árshátíð o.fl. Nú hafa verið saumuð tjöld í Fjallasal í saumamaraþoni sem var í skólanum í síðustu viku.Foreldrafélagið gaf efnið og nemendur saumuðu með góðri aðstoð textílskennarans og foreldra.  

Saumamaraþon í Sunnulæk Lesa Meira>>

Lokakeppnin í Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina

  Lokakeppni Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina var í gær. Þá völdum við þrjá fulltrúa sem koma til með að keppa fyrir okkar hönd á lokahátíðinni í næstu viku og einn varamann.Okkar fulltrúar verða; Bergdís Bergsdóttir, Drífa Björt Ólafsdóttir, Lilja Dögg Erlingsdóttir og til vara verður Alma Rún Franzdóttir.Þetta var erfitt val fyrir dómnefndina því krakkarnir

Lokakeppnin í Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina Lesa Meira>>

Nýtt vefumsjónarkerfi

Um helgina tókum við nýtt vefumsjónarkerfi í notkun. Vera má að einhverjir minni háttar hnökrar eigi eftir að koma í ljós á næstunni og biðjumst við velvirðingar á þeim. Eins væri gott ef okkur væru sendar ábendingar um það sem aflaga fer svo við getum lagfært það jafn óðum. Ábendingar má senda á netfangið sunnulaekjarskoli@sunnulaek.is

Nýtt vefumsjónarkerfi Lesa Meira>>

Stóra upplestrarkeppnin

Nemendur  7. bekkjar taka venju samkvæmt þátt í Stóru upplestrarkeppninni á þessu skólaári. Nemendur hafa æft framsögn leynt og ljóst frá degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. og í gær, þriðjudaginn 28. febrúar,  fóru fram svokallaðar bekkjarkeppnir þar sem nemendur fluttu ljóð og texta fyrir dómnefnd skólans.

Stóra upplestrarkeppnin Lesa Meira>>

Furðufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Sunnulækjarskóla

Fimmtudagurinn 23. febrúar var tekinn með trompi hér í Sunnulæk. Dagurinn hófst á söngstund í Fjallasal þar sem saman var komin alls kyns lýður. Bæði nemendur og  starfsfólk skólans tóku virkan þátt og klæddust ýmsu búningum. Að lokinni söngstund var verðlaunaafhending í Lífshlaupinu, þar sem bæði árgangar og bekkir fengu viðurkenningu.

Furðufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Lestarhestar í 3. bekk

Lestarspretturinn sem staðið hefur yfir í 5 vikur í 3. bekk er nú formlega lokið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur hafa lagt sig gífurlega fram og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Á þessu tímabili hafa krakkarnir í 3.bekk lesið 657 bækur og  27.671blaðsíður. Þessi afköst segja meira en mörg orð.

Lestarhestar í 3. bekk Lesa Meira>>

100 daga hátíð

Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, lita og leika með dótið sitt. Skemmtu bekkirnir sér vel saman þennan dag.

100 daga hátíð Lesa Meira>>