Hermann

Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar

Fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur allra skóla- og foreldraráða grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu Árborg.   Fundurinn, sem var haldinn í Sunnulækjarskóla, var samráðs og hugmyndavinnufundur.  Honum var ætlað að safna saman hugmyndum, gildum og markmiðum sem stefna bera að og mikilvægt er að hafa í huga við endurskoðun núverandi skólastefnu sveitarfélagsins. 

Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar Lesa Meira>>

Kynning á FSu og ML

Þriðjudaginn 31. janúar var haldinn kynningarfundur í Sunnulækjarskóla á tveimur framhaldsskólum, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólanum á Laugarvatni.  Það voru námsráðgjafar skólanna sem komu ásamt fulltrúum nemenda og kynntu skóla sína fyrir nemendum 10. bekkjar Sunnulækjarskóla og foreldrum þeirra. Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að skemmtilegur tími er í vændum hjá unglingunum okkar.

Kynning á FSu og ML Lesa Meira>>

Lestarhestar í 3.bekk

Nemendur í 3. bekk hafa verið afar duglegir að lesa um þessar mundir, en þeir taka nú þátt í sérstöku lestarátaki sem stendur yfir í 6 vikur á miðönn. Markmið þess er:-að þjálfa áheyrilegan lestur-að efla lesskilning og lestarleikni-að auka lestarlöngun nemandans-að bæta skrift og setningamyndun-að kynna nemendum málfræði í texta 

Lestarhestar í 3.bekk Lesa Meira>>

Stjörnuskoðun í 5. bekk

5. bekkur fór út í stjörnuskoðun í morgun. 

Kveikjan var stjörnukort sem nemendur fengu gefins frá stjörnuskoðunarfélaginu.  Við fórum út vopnuð kíkjum og vasaljósum, gengum útfyrir bæinn þar sem minni ljósmengun var og lögðumst í snjóinn. 

Svo reyndum við að finna stjörnumerki og greina þau.

Stjörnuskoðun í 5. bekk Lesa Meira>>

Jólasögur í 2. bekk

Í dag var jólasögudagur í 2. bekk.  Nemendur sömdu sínar eigin jólasögur um sín eigin jól og fluttu fyrir skólafélaga sína.

Jólasögurnar fjölluðu um jólamánuðinn, allt frá þrifum (gluggaþvottur með ediki og sápu), yfir í sjálft jólahaldið. Nemendur voru afar áhugasamir um að tala í pontu og stóðu sig allir vel.

Jólasögur í 2. bekk Lesa Meira>>

Smákökumaraþon hjá 8.- 10. bekk.



Nemendur í 8.- 10. bekk héldu árvisst smákökumaraþon í skólanum 8. desember sl. með dyggri aðstoð foreldra og kennara.  Nemendafélagið skipuleggur viðburðinn en María Maronsdóttir, heimilisfræðikennari, hefur yfirumsjón með bakstri og reglusemi í eldhúsinu.


Afraksturinn var svo gefinn til góðra málefna í Árborg og voru um 200 smákökupokar afhentir kirkjunni og um 100 pokar á Grænumörk.

Smákökumaraþon hjá 8.- 10. bekk. Lesa Meira>>