Á döfinni

EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars

Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda athyglinni og umræðunni um mikilvægis forvarna gegn einelti vakandi. Við hvetjum alla sem tök hafa …

EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars Lesa Meira>>

Vetrarfrí

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla. Allar deildir og skrifstofa skólans eru lokaðar í vetrarfríi. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

Öskudagur 2013

Á Öskudag  munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund.  Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka.  Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman við búninga og andlitsmálun.  Á miðstigi, 5. – 7. bekk lýkur skóladegi því kl 13:00 …

Öskudagur 2013 Lesa Meira>>

Kynning á framhaldsskólum

Næstkomandi þriðjudag, 22. janúar, verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni, hér í Sunnulækjarskóla. Kynningin verður í kl. 18:00 í Fjallasal og er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors skóla fyrir sig.  Það verða þau Agnes Ósk Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi og Björgvin E. …

Kynning á framhaldsskólum Lesa Meira>>

Viðburðir í desember

Kirkjuferð 11. og 13. desember Við höfum ákveðið að bjóða nemendum í 1. – 4. bekk Sunnulækjarskóla, að fara til kirkju í næstu viku.  1. og 3. bekkur fara þriðjudaginn 11. desember, en 2. og 4. bekkur fara fimmtudaginn 13. desember.  Starfsfólk kirkjunnar mun taka á móti okkur og eiga með okkur friðsæla stund í …

Viðburðir í desember Lesa Meira>>

Skreytingardagur 30. nóvember

Senn líður að jólum og nú förum við að klæða skólann okkar í jólabúning.    Föstudaginn 30. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna í margskonar hópum við fjölbreytt verkefni.  Af þessu tilefni bjóðum við þeim foreldrum sem hafa tök á, að koma og vera …

Skreytingardagur 30. nóvember Lesa Meira>>

Foreldradagur 14. nóvember

Foreldrar og nemendur mæta í viðtöl miðvikudaginn 14. nóvember. Fundarboð með nákvæmri tímasetningu viðtala verður sent heim föstudaginn 9. nóvember. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.  Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur …

Foreldradagur 14. nóvember Lesa Meira>>

Starfsdagur 12. nóvember

Mánudagurinn 12. nóvember, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla.  Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati haustannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Þemadagar og vetrarfrí

Miðvikudag, 24. og fimmtudag, 25. október eru þemadagar í Sunnulækjarskóla.  Yfirskrift þemadaganna er “Gullin í grenndinni”. Nemendur munu vinna að ýmsum verkefnum sem öll eru tengd nærumhverfi okkar með skírskotun í sögu, menningu, tómstundastarf,  náttúru eða atvinnu. Skólalok verða sem hér segir báða dagana:1. – 4. bekkur: kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting.5. – 7. bekkur: kennslu lýkur …

Þemadagar og vetrarfrí Lesa Meira>>