Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

5. bekkur les á Hulduheimum

24. nóvember 2015

Í dag fór 5. bekkur Sunnulækjarskóla í heimsókn til leikskólabarna á Hulduheimum og las fyrir þau upphátt úr barnabókum.  Nemendurnir skiptu sér á deildir og lásu fyrir misstóra hópa sem greinilega höfðu mjög gaman af.  Börnin sátu stillt og prúð og […]

Lesa Meira >>

Foreldradagur og starfsdagur

22. nóvember 2015

  Foreldrafundir í Sunnulækjarskóla   Kæru foreldrar og forráðamenn. Ykkur er hér með boðið til foreldrafundar í Sunnulækjarskóla þann 20. nóvember n.k. Sú breyting er nú gerð frá fyrri árum að viðtalstímum er ekki lengur úthlutað á hvern nemanda heldur […]

Lesa Meira >>

Kakófundur 17. nóvember

20. nóvember 2015
Lesa Meira >>

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember 2015

Í tilefni af degi íslenskrar tungu hittust nemendur í 1. bekk og 6. bekk og áttu góða stund saman.  Þessir tveir bekkir eru vinabekkir. Nemendur 6. bekkjar hlustuðu á nemendur í 1. bekk lesa og kvittuðu fyrir lestrinum í þar til […]

Lesa Meira >>

Kakófundur í Sunnulækjarskóla

12. nóvember 2015

Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 18:00 ætlar Hermann Jónsson að koma og flytja fyrirlestur á Kakófundi í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Hermann mun meðal annars fjalla um einelti, hlutverk og samstarf foreldra og um það hve mikilvægt það sé að setja sér markmið […]

Lesa Meira >>

Starfalækur kynnir sér störf lögreglu

10. nóvember 2015

Nemendur í 9. og 10. bekk starfalæk kynntu sér nám, störf og verkefni lögreglunnar á Suðurlandi. Hermundur Guðsteinsson vaktsjóri tók á móti hópnum og fræddi þau um starfið – hvað þarf til að vera góður lögreglumaður/kona. Heimsóknin var áhugaverð og fræðandi. Við þökkum […]

Lesa Meira >>

Náttúrufræði í 9. bekk

9. nóvember 2015

Nemendur í 9. bekk eru að læra um mannslíkamann og um þessar mundir er þau að læra um öndunarfæri mannsins. Hér eru áhugasamir nemendur að kryfja öndunarfæri úr svínum.    

Lesa Meira >>

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík

4. nóvember 2015

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í […]

Lesa Meira >>

Heimsókn í SET röraverksmiðju

29. október 2015

Stelpurnar í 6. bekk í útinám og leikni heimsóttu SET röraverksmiðju. Elías Örn Einarsson tók á móti hópnum og fór yfir sögu, starfsemi og framleiðslu hjá fyrirtækinu. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.    

Lesa Meira >>

Danmerkurferð 9. bekkjar 2015

29. október 2015

Þann 29. september s.l. lagði þessi fríði og föngulegi hópur land undir fót, hið fyrirheitna land var Danmörk. Nemendur eru 9. bekk og eru í samstarfi við Ørum skóla sem er í Djurs-sýslu á Norður Jótlandi. Þau eru þátttakendur í samstarfsverkefni […]

Lesa Meira >>

Fjallabrauð

26. október 2015

Stelpurnar í 6. bekk í útinámi og leikni bökuðu fjallabrauð á pönnu.  Í útieldun reynist stundum erfitt að tempra hitann og gengur lítið að hækka / lækka hann en þetta er það sem fólk bjó við. Uppskrift af fjallabrauði er […]

Lesa Meira >>

Popp og bíó

26. október 2015

Strákarnir í 7. bekk í útinámi og leikni gerðu stuttan „trailer“ á Ipadinn í appinu IMovie og poppuðu úti. Hver veit nema þarna séu kvikmyndagerðamenn og leikarar framtíðarinnar !

Lesa Meira >>