Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Pappírsbátarigningin
Það er gaman að leika sér í læknum á skólalóðinni á góðum rigningardögum. 4. bekkur í útinámi og leikni gerði sér pappírsbáta og nýttu lækinn sér til skemmtunar. Í læknum eru sker (grjót), grynningar (smásteinar) sem bátarnir þurftu að sigla framhjá. Drengirnir skemmtu […]
Lesa Meira >>Starfalækur heimsækir Ökuskólann
Síðast liðinn fimmtudag heimsóttu nemendur í Starfalæk Ökuskólann þar sem Þráinn Elíasson tók á móti þeim og fór yfir helstu atriði varðandi ökunám, umferð og umferðaröryggi. Heimsóknin var bæði fróðleg og áhugaverð. Við þökkum honum kærlega fyrir góðar móttökur.
Lesa Meira >>Guðnabakarí heimsótt
Nemendur í Starfalæk heimsóttu Guðnabakarí á dögunum. Óskar Guðnasson, bakari tók á móti nemendum og fræddi þau um starfið, starfsemina og námið sem liggur að bakaraiðn. Við þökkum Óskari og starfsfólki Guðnabakarís kærlega fyrir góðar móttökur.
Lesa Meira >>Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu
Í síðustu viku heimsóttu nemendur í Starfalæk Brunavarnir Árnessýslu þar sem Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim. Kristján ræddi við nemendur m.a. um starfsemi stofnunarinnar, mannauðinn, starfið og búnaðinn. Heimsóknin var mjög áhugaverð og voru nemendur ánægðir með heimsóknina sem lauk með heimkeyrslu á mannskapsbíl […]
Lesa Meira >>Haustþing KS, starfsdagur
Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 2. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 1. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir: 1. – 4. […]
Lesa Meira >>Heimsókn í Lifandi hús
Krakkarnir í Boltalausum íþróttum fóru í vikunni í heimsókn í Lifandi hús. Þar tók Helga á móti okkur og fengu krakkarnir kynningartíma í Foam flex. Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem notast er við rúllur og nuddbolta. Unnið er […]
Lesa Meira >>Lífríkið og skógurinn
Það er alltaf gaman að fara út í Vinaskóg (fyrir framan Sunnulækjarskóla) – þar er uppspretta könnunar og leikja. Nemendur í 4. bekk í útinámi og leikni nutu þess að tálga og kanna lífríkið í skóginum.
Lesa Meira >>Heimsókn í Jarðskjálftamiðstöðina
Í síðustu viku hjóluðu nemendur í 5. bekk í útinámi og leikni í Jarðskjálftamiðstöðina. Þar tók Elínborg Gunnarsdóttir á móti hópnum og fræddi þau um starfsemi stofnunarinnar. Einnig ræddi hún um áhrifum skjálfta á mannvirki og öryggi.
Lesa Meira >>Nýjar kartöflur úr garðinum okkar
Í dag var boðið upp á nýjar kartöflur í matinn sem nemendur á miðstigi í útinámi og leikni settu niður í vor. Uppskeran er nokkuð góð og voru nemendur og starfsfólk ánægt með að hafa nýjar kartöflur með silungnum. Þessir vösku […]
Lesa Meira >>16. september, dagur íslenskrar náttúru
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Nemendur í 5. bekk gerðu sér glaðan dag og fóru út til listsköpunar.
Lesa Meira >>Útinám í stærðfræði
Undanfarið hefur 5. bekkur farið í útistærðfræði í hverri viku. Nemendur fást þá við verkefni sem tengjast markmiðum í stærðfræði hverju sinni og í takt við viðfangsefnin í námsbókunum. Þeir láta veður ekkert stoppa sig og hafa gaman af að […]
Lesa Meira >>