Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014

1. maí 2013

Innritun í grunnskóla skólaárið 2013−2014 Innritun barna sem eru fædd árið 2007 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2013 fer fram 8.−18. mars næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem hægt er að fá […]

Lesa Meira >>

Fyrirlestur fyrir 8. bekk um tölvufíkn

20. apríl 2013

Fyrirlestur um tölvufíkn Hluti af forvaranaráætlun sveitarfélagsins er að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um tölvufíkn og þær hættur sem steðja að ungmennum tengdum ofnotkun á tölvuleikjum og samfélagsmiðlum. Af því tilefni er nemendum í 8. bekk og foreldrum þeirra […]

Lesa Meira >>

Hljóðfærakynning í 1. bekk Sunnulækjarskóla

8. apríl 2013

Föstudaginn 5. apríl var hljóðfærakynning í 1.bekk þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk kynntu ýmis hljóðfæri. Á kynningunni voru mjög fjölbreytt hljóðfæri svo sem strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og hristur. Kynningin tókst vel í alla staði og sumir voru staðráðnir í […]

Lesa Meira >>

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

4. apríl 2013

Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl, gáfu IBBY samtökin á Íslandi íslenskum börnum smásöguna Stóri bróður sem Friðrik Erlingsson hefur samið af því tilefni. Í dag 4. apríl var sagan svo lesin […]

Lesa Meira >>

EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars

12. mars 2013

Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda […]

Lesa Meira >>

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar

8. mars 2013

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars. s.l. Tólf keppendur frá fimm skólum tóku þátt í lokakeppninni.  Það voru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbaka og Stokkseyri auk Sunnulækjarskóla sem sendu lið til keppninnar. […]

Lesa Meira >>

Skólinn er opinn 6.3.2013

6. mars 2013

Þrátt fyrir veður er Sunnulækjarskóli opinn í dag.  Foreldrum og forráðamönnum er heimilt að halda börnum sínum heima ef aðstæður eru með þeim hætti að það hentar betur.  Vinsamlega komið skilaboðum til skóla um síma eða tölvupóst.

Lesa Meira >>

Stóra upplestarkeppnin 2013

28. febrúar 2013

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á svæði 1 á Suðurlandi verður haldin í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars kl. 14:00.  Keppendur frá grunnskólum Árborgar, Hveragerði og Þorlákshöfn tilheyra því svæði og mun Sunnulækjarskóli senda þrjá keppendur til leiks. Í dag var undankeppni í […]

Lesa Meira >>

Vetrarfrí

27. febrúar 2013

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla. Allar deildir og skrifstofa skólans eru lokaðar í vetrarfríi. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

Lesa Meira >>

Öskudagur 2013

14. febrúar 2013

Á Öskudag  munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund.  Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka.  Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman […]

Lesa Meira >>

Öskudagur Í Sunnulækjarskóla

13. febrúar 2013

Í dag eru ýmsar furðuverur búnar að vera á sveimi í Sunnulækjarskóla.  Í morgun var byrjað með sameiginlegri söngstund í Fjallasal og síðan gengu nemendur til ýmissra verka.  Margt var sér til gamans gert og gleðin skein úr hverju andliti.  […]

Lesa Meira >>

100 daga hátíð

8. febrúar 2013

2. bekkur er búinn að telja dagana sem liðnir eru frá upphafi skólaárs. Í síðustu viku rann hundraðasti skóladagurinn upp og í tilefni þess gerðum við ýmis verkefni í sambandi við töluna 100. Nemendur komu með 100 hluti af einhverju […]

Lesa Meira >>