Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Bílaþemað í 2. bekk

18. janúar 2013

Undanfarnar vikur hafa nemendur 2. bekkjar unnið með bílaþema.  Margt skemmtilegt hefur verið skoðað, teiknað og gert.  Við höfum fengið heimsóknir ökukennara og bifvélavirkja og fengið á sjá margt skemmtilegt tengt bílum sem nemendur hafa yfirleitt ekki tækifæri á að skoða […]

Lesa Meira >>

Kynning á framhaldsskólum

16. janúar 2013

Næstkomandi þriðjudag, 22. janúar, verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni, hér í Sunnulækjarskóla. Kynningin verður í kl. 18:00 í Fjallasal og er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors […]

Lesa Meira >>

Kynfræðsla fyrir nemendur í 8.-10. bekk

14. janúar 2013

Á miðvikudaginn 16. janúar og fimmtudaginn 17. janúar verður Sigga Dögg með kynfræðslu og fyrirlestur fyrir unglinga í 8.-10. bekk  í Sunnulækjarskóla. Boðið er upp á þessa fræðslu í öllum Skólum Árborgar og foreldrum jafnframt boðið að koma á kynningu í kjölfarið.  […]

Lesa Meira >>

Skólamáltíðir – gjaldskrárbreyting

14. janúar 2013

Gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Árborgar hefur tekið breytingum frá og með 1. janúar 2013. Verðskráin lítur þá svona út: Gjald fyrir hádegismáltíð 319 kr. Gjald fyrir ávexti 75 kr. Gjald fyrir mjólkurskammt 33 kr.

Lesa Meira >>

Viðburðir í desember

4. janúar 2013

Kirkjuferð 11. og 13. desember Við höfum ákveðið að bjóða nemendum í 1. – 4. bekk Sunnulækjarskóla, að fara til kirkju í næstu viku.  1. og 3. bekkur fara þriðjudaginn 11. desember, en 2. og 4. bekkur fara fimmtudaginn 13. […]

Lesa Meira >>

Bjart er yfir Betlehem…

19. desember 2012

Ljúfur englasöngur hljómaði um sali og göng Sunnulækjarskóla í morgun þegar 4. bekkur bauð foreldrum til forsýningar á Helgileik 2012.  Á hverju ári sjá nemendur og kennarar í 4. bekk um að setja upp og sýna helgileikinn þar sem segir […]

Lesa Meira >>

Umsjónarkennarar 2012 – 2013

17. desember 2012

1. bekkur1. AÞ – Arnhildur Þórhallsdóttir1. ÍG – Íris Grétarsdóttir1. VE – Vilborg Eiríksdóttir 2. bekkur2. ÍHG – Íris Huld Grétarsdóttir2. TRT – Tinna Rut Torfadóttir2. ÞE – Þóranna Einarsdóttir 3. bekkur3. SJ – Sóley Jónsdóttir3. SAG – Steinunn Alda […]

Lesa Meira >>

Vinaverkefnið í Sunnulækjarskóla

13. desember 2012

Vinaverkefnið í Sunnulækjarskóla hefur gengið mjög vel.  Allir nemendur í yngri deild eiga sér vin í eldri deild.  1. bekkingar eiga vin í 6. bekk, 2. bekkingar í 7. bekk og svo koll af kolli.  Bekkirninr fara í heimsóknir hver […]

Lesa Meira >>

Jólabingó 1. bekkjar

6. desember 2012

4. desember héldu sex ára nemendur jólabingó sér og foreldrum sínum til skemmtunar.  Góð mæting var á bingóið og sáu foreldrar um allt skipulag og veitingar fyrir bingógesti.  Setið var á hverjum stól í Fjallasal og fóru allir glaðir heim […]

Lesa Meira >>

Smákökubakstur í Sunnulækjarskóla

5. desember 2012

Það er árlegur viðburður að nemendur í 8.-10. bekk skólans mæta utan skólatíma og baka smákökur undir stjórn heimilisfræðikennara með aðstoð sjálfboðaliða úr hópi foreldra.  Afrakstur bakstursins er svo gefinn víðsvegar um bæinn.  Í ár fóru nemendur og færðu heimilisfólki […]

Lesa Meira >>

Skreytingardagur 30. nóvember

1. desember 2012

Senn líður að jólum og nú förum við að klæða skólann okkar í jólabúning.    Föstudaginn 30. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna í margskonar hópum við fjölbreytt verkefni.  […]

Lesa Meira >>

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

30. nóvember 2012

Í dag tókum við svolítið forskot á aðventuna og skreyttum skólann hátt og lágt.  Við byrjuðum daginn með söngstund.  Í söngstundum nýtum við vinatengsl eldri og yngri nemenda þannig að þeir eldri sækja þau yngri og setjast með þeim fram […]

Lesa Meira >>