Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010
Föstudaginn 10. september, ætlar skólinn að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður á skólatíma og nokkrar vegalengdir í boði sem hæfa aldri og getu. Mikilvægt er að nemendur komi á góðum skóm og búnir til útiveru.
Skóladagurinn hjá 1.- 4.bekk verður að öðru leiti samkvæmt stundaskrá.
Skóladeginum hjá 5.- 10.bekk lýkur hins vegar á hádegi þennan dag.
Lesa Meira >>Heimsókn í MS
Valhópur í heimilisfræði í 10. bekk fór í heimsókn í MS.
Að heimsókninni lokinni skrifa nemendurnir ritgerð um heimsóknina.
Gestir frá Kína
Í dag kom sendinefnd frá Kína í heimsókn í Sunnulækjarskóla.
Sendinefndin er frá Sichuan héraði í Kína og er hér á landi að kynna sér íslenskt samfélag.
Alþjóðlega friðarhlaupið í Sunnulækjarskóla
Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, höfðu viðkomu í Sunnulækjarskóla í morgun.
Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið alþjóðlegt og fer fram í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum. Á Íslandi er hlaupið frá Reykjavík til Vestmannaeyja dagana 30. ágúst til 2. september.
Skólablað nemenda í fjölmiðlavali
Nemendur í fjölmiðlavali gáfu út skólablað í skólalok. Þau unnu blaðið að öllu leyti sjálf undir stjórn kennarans Þuríðar M. Björnsdóttur
Hægt er að lesa blaðið þeirra hér.
Skólaþríþraut
Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í skólaþríþraut FRÍ sem fór fram föstudaginn 4. júní í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum.
Lesa Meira >>
Litríki vordagurinn
Litríki vordagurinn tókst frábærlega vel. Allir nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.
Lesa Meira >>Félagsvist eldri borgara og 7. bekkinga í Sunnulækjarskóla
Félagar úr félagi eldri borgara á Selfossi komu í Sunnulækjarskóla og spiluðu við nemendur í 7. bekk.
Spilað var á 12 borðum og höfðu allir gaman af. Ákveðið var að spila aftur næsta skólaár.
Dagarnir 1.-4. júní 2010
Vordagar:
Dagana 1. og 2. júní ætlum við að hafa sérstaka vordaga í Sunnulækjarskóla. Nemendur í
1.-4. bekk ljúka deginum á venjulegum tíma en 5.-7. bekkur kl.12:00 og 8.-9. bekkur kl.12:20.
Starfsdagur:
3. júní er starfsdagur vegna frágangs námsmats og nemendur mæta því ekki í skólann
þann dag.
Skólaslit
Verða 4. júní. Athöfnin verður í tvennu lagi, nemendur sem eru að ljúka 1. –4. bekk mæta kl 10:00 en nemendur sem eru að ljúka 5. – 9. bekk mæta kl. 11:00. Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin.
Nemendur í 5. bekk tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum 2010.
Nemendur gengu í hús hér á Selfossi og fengu frábærar móttökur hjá bæjarbúum.
Alls söfnuðust kr.- 107.340.
Prófdagar í unglingadeild
Síðustu dagarnir í maí eru prófadagar hjá 8. og 9. bekk. Nemendur mæta þá einvörðungu í próf og fara heim að því loknu. Lágmarks tími í prófi er ein klukkustund.
Nemendur í 8. bekk mæta kl 8:10 í eftirfarandi próf:
Miðvikudagur 26. maí – stærðfræði
Fimmtudagur 27. maí – íslenska
Föstudagur 28. maí – danska
Mánudagur 31. maí – enska
Nemendur í 9. bekk mæta kl 10:00 í eftirfarandi próf:
Miðvikudagur 26. maí – íslenska
Fimmtudagur 27. maí – stærðfræði
Föstudagur 28. maí – enska
Mánudagur 31. maí – danska