Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Þorrinn boðinn velkominn

By Hermann | 20. janúar 2012

Í morgun var söngstund í Fjallasal í tilefni bóndadags og upphafs Þorra.Allir nemendur skólans hófu skóladaginn með því að setjast í Þingbrekkuna og syngja saman nokkur lög.Nemendur úr 5. bekk sáu um forsöng ásamt hljóðfæraleikurum og söngfuglum úr starfsliði skólans.

Val hjá 8.-10.bekk

By Hermann | 10. janúar 2012

Í næstu viku fer nýtt val á stað. Nemendur skoða nýtt val og ræða það við umsj.kennara.

Bílaþema hjá 2. bekk

By Hermann | 10. janúar 2012

Í vetur höfum við í 2. bekk verið að kynna okkur bíla og allt sem að þeim snýr. 

Stjörnuskoðun í 5. bekk

By Hermann | 5. janúar 2012

5. bekkur fór út í stjörnuskoðun í morgun. 

Kveikjan var stjörnukort sem nemendur fengu gefins frá stjörnuskoðunarfélaginu.  Við fórum út vopnuð kíkjum og vasaljósum, gengum útfyrir bæinn þar sem minni ljósmengun var og lögðumst í snjóinn. 

Svo reyndum við að finna stjörnumerki og greina þau.

Jólasögur í 2. bekk

By Hermann | 14. desember 2011

Í dag var jólasögudagur í 2. bekk.  Nemendur sömdu sínar eigin jólasögur um sín eigin jól og fluttu fyrir skólafélaga sína.

Jólasögurnar fjölluðu um jólamánuðinn, allt frá þrifum (gluggaþvottur með ediki og sápu), yfir í sjálft jólahaldið. Nemendur voru afar áhugasamir um að tala í pontu og stóðu sig allir vel.