Dagur stærðfræðinnar í Sunnulækjarskóla
Í 1. bekk Sunnulækjarskóla snérist dagur stærðfræðinnar um stærðfræðispil og leiki. Nemendur fóru í leiki og spiluðu Löngu vitleysu, Millu og Skrafl.
Stjörnusjónauki að gjöf
Stjörnufræðivefurinn færði Sunnulækjarskóla stjörnunsjónauka að gjöf nú í vikunni. Með sjónaukanum fylgdi einnig heimildarmyndin Horft til himins og veglegt tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Við þökkum kærlega fyrir höfðinglega gjöf og vonum að okkur takist með henni að vekja áhuga nemenda á geimvísindum.
Heimsókn eldri borgara í Árborg.
Við fengum góða gesti í síðustu viku fyrir jólafrí. Þá komu hér eldri borgarar í Árborg að kenna 8.bekkingum félagsvist og spila við þau. Þetta er afskaplega gott framtak og til fyrirmyndar. Eins og sjá má á myndunum vantar ekki áhugann hjá spilafólkinu.
Undirbúningur jólaskemmtunar
Nú eru nemendur skólans í óða önn að undirbúa jólaskemmtunina. Í morgun var generalprufa á helgileiknum sem 4. bekkur setur á svið. Foreldrum var boðið að koma og sjá og var mjög vel mætt.