Hermann

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla

Í morgun æfðum við rýmingu skólahússins samkvæmt fyrirliggjandi rýmingaráætlun. 


Áætlunin gerir ráð fyrir að þegar rýma þurfi húsið fylgi hver nemendahópur kennara sínum út um næsta neyðarútgang í tvöfaldri röð og safnist síðan saman á fyrirfram ákveðnum stað á skólalóðinni.  10 manna hópur starfsmanna er í hlutverki “eftirreka” sem fara yfir öll svæði skólahússins og tryggja að hvergi sé nemandi eða starfsmaður sem eftir sitji.

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010

Föstudaginn 10. september, ætlar skólinn að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður á skólatíma og nokkrar vegalengdir í boði sem hæfa aldri og getu. Mikilvægt er að nemendur komi á góðum skóm og búnir til útiveru.


Skóladagurinn hjá 1.- 4.bekk verður að öðru leiti samkvæmt stundaskrá.


Skóladeginum hjá 5.- 10.bekk lýkur hins vegar á hádegi þennan dag.

Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010 Lesa Meira>>