Fréttir

Furðufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Sunnulækjarskóla

Fimmtudagurinn 23. febrúar var tekinn með trompi hér í Sunnulæk. Dagurinn hófst á söngstund í Fjallasal þar sem saman var komin alls kyns lýður. Bæði nemendur og  starfsfólk skólans tóku virkan þátt og klæddust ýmsu búningum. Að lokinni söngstund var verðlaunaafhending í Lífshlaupinu, þar sem bæði árgangar og bekkir fengu viðurkenningu.

Lestarhestar í 3. bekk

Lestarspretturinn sem staðið hefur yfir í 5 vikur í 3. bekk er nú formlega lokið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur hafa lagt sig gífurlega fram og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Á þessu tímabili hafa krakkarnir í 3.bekk lesið 657 bækur og  27.671blaðsíður. Þessi afköst segja meira en mörg orð.

Í tilefni af konudeginum

Í tilefni af konudeginum í 6. RG beið leynigjöf frá ungum herramanni.  Á borðinu í heimakrók var blómavasi merktur „Til hamingju með konudaginn“.  Í vasanum voru rósir handa hverri dömu í bekknum.  Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur. Kveðja, Stelpurnar í 6. RG

100 daga hátíð

Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, lita og leika með dótið sitt. Skemmtu bekkirnir sér vel saman þennan dag.

5. bekkur heimsækir Ljósheima

Föstudaginn 10. febrúar fór 5. bekkur í Sunnulækjarskóla í heimsókn á Ljósheima. Ferðin gekk framúrskarandi vel.  Nemendur voru til fyrirmyndar, sungu fyrir gamla fólkið og settust svo hjá því, kynntu sig og spjölluðu.   Mátti vart á milli sjá hvor kynslóðin hafði meira gaman af.

Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar

Fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur allra skóla- og foreldraráða grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu Árborg.   Fundurinn, sem var haldinn í Sunnulækjarskóla, var samráðs og hugmyndavinnufundur.  Honum var ætlað að safna saman hugmyndum, gildum og markmiðum sem stefna bera að og mikilvægt er að hafa í huga við endurskoðun núverandi skólastefnu sveitarfélagsins. 

Kynning á FSu og ML

Þriðjudaginn 31. janúar var haldinn kynningarfundur í Sunnulækjarskóla á tveimur framhaldsskólum, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólanum á Laugarvatni.  Það voru námsráðgjafar skólanna sem komu ásamt fulltrúum nemenda og kynntu skóla sína fyrir nemendum 10. bekkjar Sunnulækjarskóla og foreldrum þeirra. Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að skemmtilegur tími er í vændum hjá unglingunum okkar.

Lestarhestar í 3.bekk

Nemendur í 3. bekk hafa verið afar duglegir að lesa um þessar mundir, en þeir taka nú þátt í sérstöku lestarátaki sem stendur yfir í 6 vikur á miðönn. Markmið þess er:-að þjálfa áheyrilegan lestur-að efla lesskilning og lestarleikni-að auka lestarlöngun nemandans-að bæta skrift og setningamyndun-að kynna nemendum málfræði í texta 

Þorrinn boðinn velkominn

Í morgun var söngstund í Fjallasal í tilefni bóndadags og upphafs Þorra. Allir nemendur skólans hófu skóladaginn með því að setjast í Þingbrekkuna og syngja saman nokkur lög. Nemendur úr 5. bekk sáu um forsöng ásamt hljóðfæraleikurum og söngfuglum úr starfsliði skólans.