Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Nemendur í 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla unnu til fyrstu verðlauna
Nemendur í 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla unnu til fyrstu verðlauna í myndbandakeppni starfamessunnar 2017 sem haldin var 14. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemendur gerðu tvö myndbönd þar sem þeir kynntu störf matreiðslumannsins og rafvirkjans sem og námið að baki […]
Lesa Meira >>Út fyrir kassann
Foreldrafélag Sunnulækjaskóla og Samborg bjóđa til fyrirlestursins „Út fyrir kassann“ með Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur í Fjallasal Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 16. mars næstkomandi kl. 20:30. Á fyrirlestrinum verður meðal annars leitast við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Af hverju út fyrir […]
Lesa Meira >>Team Spark kynning
Í febrúar fengu nemendur í 10. bekk kynningu á verkfræði og Team Spark verkefni Háskóla Íslands. Nemar úr verkfræði, Emma og Jakob kynntu verkefnið en þau eru hluti af rúmlega 30 nemendum sem koma að smíði og hönnun Team Spark […]
Lesa Meira >>Plast eða fiskur?
Nokkrir nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla tóku að sér að fjalla um plast og notkun á plasti í skólanum. Skoðaður var kostnaður á plastpokum í ruslafötur á kennslusvæðum og áhrif plasts á umhverfið. Nemendur komust að því að notaðir […]
Lesa Meira >>Vetrarfrí
Við minnum á að 23. og 24. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla og skólinn lokaður.
Lesa Meira >>Heimsókn í Tækniskólann
Nemendur í 10. bekk heimsóttu Tækniskólann í Reykjavík nýverið. Þar fengu þau að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem bjóðast til náms í skólanum, bæði til sveinspróf og stúdentsprófs. Nemendur heimsóttu meðal annars Stýrimannaskólann og fengu að stýra skipi undir Stórabeltisbrú í […]
Lesa Meira >>Slökun í 2.bekk
Í dag, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 10:00 hugleiddu börn í 35 skólum á Íslandi. Nemendur í 2. BH tóku þátt í deginum og fóru í smá slökun í taekwondó salnum. Börnunum fannst þetta virkilega skemmtilegt og voru áhugasöm og dugleg í […]
Lesa Meira >>Hljóðfærakynning
Þriðjudaginn 7. febrúar fengum við góða gesti úr Tónlistarskóla Árnesinga sem komu til að kynna hljóðfæri fyrir nemendum 2. bekkjar. Þessi heimsókn er sú fyrsta af fjórum og nú voru tréblásturhljóðfærin kynnt. Síðar munum við fá kynningu á málmblásturshljóðfærum, strokhljóðfærum […]
Lesa Meira >>Kynning á Fjölbrautaskóla Suðurlands
Í dag komu náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands í heimsókn til að kynna námsbrautir FSu og miðla til okkar frekari upplýsingum um nám að loknum grunnskóla. Foreldrum var einnig boðið að koma og hlýða á kynninguna og nýttu margir sér […]
Lesa Meira >>Árshátíð unglingadeildar
Sú breyting hefur orðið á skóladagatali að árshátíð unglingadeildar færist frá 9. febrúar til 2. febrúar. Nemendur í unglingadeild fá samkvæmt venju frí í fyrstu tveim tímunum daginn eftir árshátíð, föstudaginn 3. febrúar og mæta því til kennslu kl. 9:50. […]
Lesa Meira >>Foreldradagur
Foreldraviðtöl eru samkvæmt skóladagatali þriðjudaginn 31. janúar. Opnað verður fyrir tímapantanir í viðtölin mánudaginn 23. janúar. Meðfylgjandi er slóð á myndband með leiðbeiningum fyrir foreldra um hvernig panta skuli viðtal. https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru […]
Lesa Meira >>Starfsdagur
Mánudaginn 30. janúar, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla. Þennan dag munu kennarar nota til að undirbúa foreldraviðtöl og komandi önn. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.
Lesa Meira >>