Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Útinám og leikni heimsækir HP kökugerð
Húsnæðið lætur ekki mikið yfir sér en ilmurinn úr HP kökugerð var góður þegar 6. og 7. bekkur í útinámi og leikni mættu til að kynna sér fyrirtækið og starfsemina sem þar er. Grímur Arnarson og Andrea Ýr dóttir hans […]
Lesa Meira >>Útinám og leikni heimsækir Bílverk BÁ
Strákarnir í 7. bekk í Útinám og leikni heimsóttu Bílverk BÁ og kynntu sér starfsemi og störf þeirra sem vinna þar. Þar var margt áhugavert að sjá eins myndirnar segja til um. Við þökkum Bílverk BÁ kærlega fyrir góðar móttökur.
Lesa Meira >>Pappírsbátarigningin
Það er gaman að leika sér í læknum á skólalóðinni á góðum rigningardögum. 4. bekkur í útinámi og leikni gerði sér pappírsbáta og nýttu lækinn sér til skemmtunar. Í læknum eru sker (grjót), grynningar (smásteinar) sem bátarnir þurftu að sigla framhjá. Drengirnir skemmtu […]
Lesa Meira >>Starfalækur heimsækir Ökuskólann
Síðast liðinn fimmtudag heimsóttu nemendur í Starfalæk Ökuskólann þar sem Þráinn Elíasson tók á móti þeim og fór yfir helstu atriði varðandi ökunám, umferð og umferðaröryggi. Heimsóknin var bæði fróðleg og áhugaverð. Við þökkum honum kærlega fyrir góðar móttökur.
Lesa Meira >>Guðnabakarí heimsótt
Nemendur í Starfalæk heimsóttu Guðnabakarí á dögunum. Óskar Guðnasson, bakari tók á móti nemendum og fræddi þau um starfið, starfsemina og námið sem liggur að bakaraiðn. Við þökkum Óskari og starfsfólki Guðnabakarís kærlega fyrir góðar móttökur.
Lesa Meira >>Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu
Í síðustu viku heimsóttu nemendur í Starfalæk Brunavarnir Árnessýslu þar sem Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim. Kristján ræddi við nemendur m.a. um starfsemi stofnunarinnar, mannauðinn, starfið og búnaðinn. Heimsóknin var mjög áhugaverð og voru nemendur ánægðir með heimsóknina sem lauk með heimkeyrslu á mannskapsbíl […]
Lesa Meira >>Haustþing KS, starfsdagur
Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 2. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 1. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir: 1. – 4. […]
Lesa Meira >>Heimsókn í Lifandi hús
Krakkarnir í Boltalausum íþróttum fóru í vikunni í heimsókn í Lifandi hús. Þar tók Helga á móti okkur og fengu krakkarnir kynningartíma í Foam flex. Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem notast er við rúllur og nuddbolta. Unnið er […]
Lesa Meira >>Lífríkið og skógurinn
Það er alltaf gaman að fara út í Vinaskóg (fyrir framan Sunnulækjarskóla) – þar er uppspretta könnunar og leikja. Nemendur í 4. bekk í útinámi og leikni nutu þess að tálga og kanna lífríkið í skóginum.
Lesa Meira >>Heimsókn í Jarðskjálftamiðstöðina
Í síðustu viku hjóluðu nemendur í 5. bekk í útinámi og leikni í Jarðskjálftamiðstöðina. Þar tók Elínborg Gunnarsdóttir á móti hópnum og fræddi þau um starfsemi stofnunarinnar. Einnig ræddi hún um áhrifum skjálfta á mannvirki og öryggi.
Lesa Meira >>Nýjar kartöflur úr garðinum okkar
Í dag var boðið upp á nýjar kartöflur í matinn sem nemendur á miðstigi í útinámi og leikni settu niður í vor. Uppskeran er nokkuð góð og voru nemendur og starfsfólk ánægt með að hafa nýjar kartöflur með silungnum. Þessir vösku […]
Lesa Meira >>