Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Árshátíð 8.-10.bekk verður á morgun fimmtudag 15.mars
Við ætlum að eiga skemmtilega stund saman, borða góðan mat, skemmta hvert öðru og dansa. Skólinn opnar kl.18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl.19:00 í Fjallasal. Eftir borðhald verður dansað í íþróttahúsinu og lýkur skemmtuninni kl. 23:30. Kennarar og starfsfólk skólans […]
Lesa Meira >>Saumamaraþon í Sunnulæk
Undanfarin ár hefur komið upp umræða um hvort ekki væri hægt að gera Fjallasalinn meira aðlaðandi fyrir samkomur eins og árshátíð o.fl. Nú hafa verið saumuð tjöld í Fjallasal í saumamaraþoni sem var í skólanum í síðustu viku.Foreldrafélagið gaf efnið og […]
Lesa Meira >>Stóra upplestrarkeppnin 2012
Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega í gær þegar Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Vallaskóla. Drífa Björt Ólafsdóttir varð í 2. sæti og Lilja Dögg Erlingsdóttir fékk sérstök verðlaun fyrir góða túlkun á ljóði.
Lesa Meira >>Lokakeppnin í Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina
Lokakeppni Sunnulækjarskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina var í gær. Þá völdum við þrjá fulltrúa sem koma til með að keppa fyrir okkar hönd á lokahátíðinni í næstu viku og einn varamann.Okkar fulltrúar verða; Bergdís Bergsdóttir, Drífa Björt Ólafsdóttir, Lilja Dögg […]
Lesa Meira >>Nýtt vefumsjónarkerfi
Um helgina tókum við nýtt vefumsjónarkerfi í notkun. Vera má að einhverjir minni háttar hnökrar eigi eftir að koma í ljós á næstunni og biðjumst við velvirðingar á þeim. Eins væri gott ef okkur væru sendar ábendingar um það sem […]
Lesa Meira >>Stóra upplestrarkeppnin
Nemendur 7. bekkjar taka venju samkvæmt þátt í Stóru upplestrarkeppninni á þessu skólaári. Nemendur hafa æft framsögn leynt og ljóst frá degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. og í gær, þriðjudaginn 28. febrúar, fóru fram svokallaðar bekkjarkeppnir þar sem nemendur fluttu […]
Lesa Meira >>Furðufatadagurinn haldinn hátíðlegur í Sunnulækjarskóla
Fimmtudagurinn 23. febrúar var tekinn með trompi hér í Sunnulæk. Dagurinn hófst á söngstund í Fjallasal þar sem saman var komin alls kyns lýður. Bæði nemendur og starfsfólk skólans tóku virkan þátt og klæddust ýmsu búningum. Að lokinni söngstund var verðlaunaafhending […]
Lesa Meira >>Lestarhestar í 3. bekk
Lestarspretturinn sem staðið hefur yfir í 5 vikur í 3. bekk er nú formlega lokið. Það er skemmst frá því að segja að nemendur hafa lagt sig gífurlega fram og sýnt verkefninu mikinn áhuga. Á þessu tímabili hafa krakkarnir í 3.bekk […]
Lesa Meira >>Í tilefni af konudeginum
Í tilefni af konudeginum í 6. RG beið leynigjöf frá ungum herramanni. Á borðinu í heimakrók var blómavasi merktur „Til hamingju með konudaginn“. Í vasanum voru rósir handa hverri dömu í bekknum. Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur. Kveðja, Stelpurnar […]
Lesa Meira >>100 daga hátíð
Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, […]
Lesa Meira >>5. bekkur heimsækir Ljósheima
Föstudaginn 10. febrúar fór 5. bekkur í Sunnulækjarskóla í heimsókn á Ljósheima. Ferðin gekk framúrskarandi vel. Nemendur voru til fyrirmyndar, sungu fyrir gamla fólkið og settust svo hjá því, kynntu sig og spjölluðu. Mátti vart á milli sjá hvor kynslóðin hafði meira gaman […]
Lesa Meira >>