Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Rithöfundur í heimsókn
Gunnar Helgason rithöfundur heimsótti nemendur Sunnulækjarskóla og las upp úr tveimur bókum, Drottningin sem kunni allt nema….. og Bannað að eyðileggja. Hann talaði einnig almennt um lestur og reyndi að kveikja áhuga nemenda eins og honum einum er lagið. Börnin […]
Lesa Meira >>Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla
Senn líður að jólum og af því tilefni klæðum við skólann okkar í jólabúning. Á morgun föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur í Sunnulækjarskóla. Þar sem skólinn býr nú við takmarkanir vegna sóttvarna getum við ekki haft hefðbundna söngstund né skipulagt […]
Lesa Meira >>Stórundarlega smásagan mín, Skugga-, ljós- og litaleikhús
Nemendur 5. bekkjar í myndmennt hafa tvo síðustu mánudaga fengið námskeið sem kallast, Stórundarlega smásagan mín: Skugga-, ljós- og litaleikhús. Það voru þær Oddný Eir og Áslaug Davíðsdóttir sem sáu um að kynna fyrir nemendum hvernig hægt er að vinna með […]
Lesa Meira >>Víkingar nema Sunnulækjarskóla
Í vikuni 8. – 12. nóvember var 2. bekkur var með þemaviku og var unnið með landnám og víkinga. Nemendur fengu kennslu á rúnum, vopnum, torfbæjum og skipum og bjuggu til sinn eigin landnámsmann. Skemmtilegri viku lauk síðan með heimsókn […]
Lesa Meira >>Sigurvegari Sunnulækjarskóla í friðarveggspjaldakeppni Lions
Jón Trausti Helgason, nemandi í 6.bekk, er sigurvegari Sunnulækjarskóla í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions þetta árið. Þema keppninnar í ár er Við erum öll tengd, en á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman. Verk Jóns Trausta var valið […]
Lesa Meira >>Örtónleikar í Sunnulækjarskóla
Fimmtudaginn 28. október héldu Kór, Poppkór og Rokkband Sunnulækjarskóla örtónleika fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Einnig kom Klara Ósk Sigurðardóttir, fyrrum nemandi skólans, fram og söng eitt lag. Tónleikarnir voru hin prýðilegasta skemmtun og skemmtilegt uppábrot á hefðbundnum skóladegi. Efnisskráin […]
Lesa Meira >>Lögreglan og endurskinsvesti
Miðvikudaginn 27.október fengu nemendur í 1.bekk afhent endurskinsvesti frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Auk þess kíktu tveir lögregluþjónar í heimsókn, spjölluðu við nemendur um mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og að vera sýnileg með endurskin þegar fer að rökkva. Greinilegt var […]
Lesa Meira >>Ólympíuhlaupið
Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla Miðvikudaginn 15. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farinn er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst var lögð áhersla á […]
Lesa Meira >>Skáknámskeið í Fischersetri
Sunnudaginn 17. október nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri. Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða […]
Lesa Meira >>4. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga
Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Listasafn Árnesinga í dag og skoðuðu sýninguna ,,Hafið kemst vel af án okkar“. Sýningin er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs. Á sýningunni er miðlað ferðalagi ofan í […]
Lesa Meira >>Sjónlist og útinám
Nemendur í 5. bekk fóru í gönguferð á föstudaginn í „Sjónlistum og útinámi” í leit að list í nærumhverfinu. Nemendur fundu heilmikið af myndlistarverkum eins og myndirnar gefa til kynna. Flottir 5. bekkjar nemendur þarna á ferð.
Lesa Meira >>Dagur læsis
Í tilefni af degi læsis 8. september fóru nokkrir nemendur 5. bekkja í heimsókn í leikskólann Goðheima og lásu fyrir börnin þar. Börnin höfðu ákaflega gaman af að fá svona stóra krakka til að lesa fyrir sig og hlustuðu á […]
Lesa Meira >>