Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Vinaheimsóknir í Sunnulækjarskóla

By Hermann | 25. nóvember 2011


Í Sunnulækjarskóla eru skipulögð vinatengsl milli yngri og eldri nemenda.  Í vetur notuðum við dag gegn einelti til að hefja það verkefni.  Þessa dagana eru vinabekkirnir að gera margt skemmtilegt til að gleðja vini sína.

Nemendur í 7. bekk buðu vinum sínum í 2. bekk í heimsókn í heimilisfræðitíma og buðu upp á vöfflur með sultu og rjóma og kakó. 

Vinirinir glöddust saman og áttu skemmtilega stund.

Opinn forvarnafundur í Fjallasal

By Hermann | 16. nóvember 2011


Miðvikudaginn 23. nóvember verður foreldrafundur kl. 20:00 í Sunnulækjarskóla. Þar verður sérstaklega rætt um skaðsemi og kostnað munn- og neftóbaksneyslu.

Hallur Halldórsson tannlæknir mætir á fundinn og fjallar um skaðsemi slíkrar neyslu fyrir tennur og tannhold og gerir grein fyrir viðgerðarkostnaði.

Á fundinum verður einnig farið í helstu forvarnarmálin sem brenna á okkur og foreldrum gefinn kostur á að koma með ábendingar og spurningar til forvarnarhóps Árborgar.

Þá er netfréttabréf forvarnarhóps sveitarfélgasins komið út og má nálgast hér.

Hár og förðun er valgrein í 9. bekk

By Hermann | 14. nóvember 2011


Þær Ragna og Kristín frá Snyrtistofunni Evu komu til okkar í kennslustund og kenndu okkur ýmislegt varðandi snyrtifræði, umhirðu húðar og förðun.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Þemavinna með bílinn í 2. bekk

By Hermann | 11. nóvember 2011

Nemendur í 2. bekk eru að vinna með bílinn í skemmtilegu þemaverkefni .

Starfsdagur 15. nóvember og foreldradagur 17. nóvember

By Hermann | 10. nóvember 2011


Þriðjudagurinn 15. nóvember, er starfsdagur í Sunnulækjarskóla.  Þennan dag munu kennarar nota til að ganga frá námsmati haustannar. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Námsmatsblöð haustannar verða send heim með nemendum miðvikudaginn 16. nóvember.

Foreldrar og nemendur mæta í viðtöl fimmtudaginn 17. nóvember. Fundarboð með nákvæmri tímasetningu viðtala verður sent heim föstudaginn 11. nóvember. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin en eru ekki í skólanum þann dag að öðru leyti. Skólavist er opin en skrá þarf börn sérstaklega þennan dag.

Nemendafélagið ætlar að selja kaffi, kakó og vöfflur til styrktar félaginu.  Þar sem ekki er unnt að taka við greiðslukortum biðjum við foreldra að hafa með sér lítilræði af peningum til að kaupa sér hressingu af nemendum.