birgir

Kakófundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember

Þá er komið að árlegum kakófundi foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í Fjallasal . Hann ber yfirskriftina: Núvitund fyrir pabba og mömmur – og alla sem koma að uppeldi barna. Í þessu fræðsluerindi kynnir Bryndís Jóna frá Núvitundarsetrinu hvað felst í núvitund og gildi núvitundar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna. Við …

Kakófundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 27. nóvember Lesa Meira>>

Upplestur í Fjallasal

Í morgun kom Gunnar Helgason rithöfundur og leikari í heimsókn til okkar og las úr nýjustu bók sinni, Siggi sítróna. Upplesturinn var afar litríkur og nemendur nutu stundarinnar. Enginn vafi leikur á að upplestur Gunnars og framsögn er nemendum bæði til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Söngstund í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófu nemendur skólans daginn með vinasöngstund í Fjallsal. Eldri nemendur fóru þá og sóttu yngri vini sína og fylgdu þeim fram í Fjallasal þar sem sungin voru nokkur lög í tilefni af degi íslenskar tungu. Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni sem tónmenntakennari skólans Guðný Lára Gunnarsdóttir leiddi.

Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla

Í morgunsárið, fimmtudaginn 15. nóvember, komu fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla færandi hendi í skólann okkar. Erindið var að færa öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti.  Lögreglan var með í för og aðstoðaði við afhendinguna.  Allir voru glaðir með gjöfina og kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir og hvetjum foreldra til að tryggja að vestin verið …

Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Skemmtilegt í náttúrufræði

Það sem af er skólaárs hafa nemendur á unglingastigi brallað ýmislegt skemmtilegt í náttúrufræði.   8. bekkur er búinn að fara í vettvangsferð þar sem þau skoðuðu býflugnabú hjá býflugnabóndanum Svölu Sigurgeirsdóttur, þau hafa einnig greint plöntur, gróðursett og skoðað skordýr í smásjá. Þau eru svo að fara að rækta bakteríur á næstunni.   9. …

Skemmtilegt í náttúrufræði Lesa Meira>>

Jól í skókassa

S.l. mánudag voru tenglarnir í 7. bekk með bekkjarkvöld þar sem nemendur og foreldrar hittust hér í skólanum og útbjuggu gjafir fyrir verkefnið „Jól í skókassa“ sem KFUM og KFUK heldur utan um. Á miðvikudeginum fórum við kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur saman í göngutúr út í kirkju og afhentum gjafirnar. Þar tók Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi vel á móti …

Jól í skókassa Lesa Meira>>

Starfsdagur og foreldradagur 5. og 6. nóv.

Þriðjudaginn 6. nóvember er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans. Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin …

Starfsdagur og foreldradagur 5. og 6. nóv. Lesa Meira>>

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Hann er haldinn hátíðlegur í fjölmörgum leik- og grunnskólum og á bókasöfnunum. Saga dagsins er á þá leið að Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrum forseti Bandaríkjanna var eitt sinn á veiðum ásamt veiðifélögum sem allir höfðu náð að skjóta dýr en hann ekki. Félagar hans og hundar eltu uppi björn …

Alþjóðlegi bangsadagurinn Lesa Meira>>

Einar Kárason í heimsókn

Nemendur í 10. bekk fengu Einar Kárason rithöfund í heimsókn í dag.   Einar skrifaði bókina Djöflaeyjan sem nemendur eru að lesa þessa dagana.  Hann sagði frá tilurð sögunnar, af hverju áhugi hans kviknaði á þessu efni og hvernig bókin varð til. Einnig ræddi hann einstaka persónur í sögunni og hvernig margar þeirra eiga sér …

Einar Kárason í heimsókn Lesa Meira>>

Starfsdagur og haustfrí

Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 5. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Frístundaheimilil Hólar er opið þann dag fyrir þá sem þar eru skráðir.  Þó þarf að skrá þennan dag sérstaklega. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 4. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér …

Starfsdagur og haustfrí Lesa Meira>>